Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 13
irvara verkföll sem „hefja á í þeim tilgangi að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör“. Ef löglegt er að íslenskum rétti að hefja verkföll vegna annarra hagsmunamála en kjaradeilna virðist því ekki þurfa að tilkynna slík verkföil með 7 sólarhringa fyrirvara. Friðarskyldan í þriðja lagi er það svo í 17. gr. vinnulöggjafarinnar, sem tæmandi er talið, hvenær ekki megi beita verkfalli. Vinnudeilum er gjarnan skipt í tvær aðalgreinar, kjaradeilu og rétt- arágreining. Varðandi það, hvenær beita má verkfalli, þ.e.a.s. undir hvaða kringumstæðum stéttarfélagi er heimilt að beita verkfalli í vinnudeilum við atvinnurekandann eða samtök hans, er ein meginregla í gildi. Regla þessi er gjarnan kölluð „friðarskyldan". Hún er að efni til þessi: Meðan kjarasamningur er í gildi milli stéttarfélags og at- vinnurekanda, skal ríkja friður milli þeirra um allt það, sem samið var um. Það er m.ö.o. óheimilt að beita verkfalli vegna ágreinings út af gildandi kjarnasamningi, um gildi hans eða skilning á honum. Allur ágreiningur um gildi eða skilning á kjarasamningi er réttarágreiningur, og réttarágreining skal bera undir Félagsdóm samkvæmt vinnulög- gjöfinni. Reglu þessa er að finna í 1. tl. 17. gr. Þar segir í fyrsta lagi, að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun, ef ágreiningur er aðeins um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurð- um dómsins. En í 44. gr. vinnulöggjafarinnar segir m.a. um verkefni Félagsdóms, að hann skuli dæma í málum, sem rísa út af kærum um brot á lögunum og tjóni, sem orðið hefur vegna ólögmætra vinnu- stöðvana. Félagsdómur skal ennfremur dæma í málum, sem rísa út af kærum um brot á kj arasamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Þar með er sú meginregla fengin, að deilur vegna gildandi kjarasamninga eru réttarágreiningur, sem skjóta skal til Félagsdóms. Samúðarverkföll Að einu leyti er friðarskyldan ekki því til fyrirstöðu, að verkfall megi gera algerlega óháð kjarasamningi og sambandinu milli stéttar- félags og atvinnurekanda. Hér er átt við samúðarverkföll. Þegar stéttarfélag á í löglegu verkfalli, er öðru stéttarfélagi heimilt að boða til samúðarverkfalls með því, þótt það eigi sjálft ekki í neinni kjaradeilu og kjarasamningar þess séu í gildi. Samúðarverkfall er gert 183

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.