Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Page 22
máltilfinningu almennings og þetta hugtak verði ekki á annan hátt
skilið í íslensku máli. 1 verkfalli hljóta einhverjir að fara í verkfall
þ.e a.s. leggja niður vinnu.
Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið, er það löglegt verkfall, ef
tiltekinn hópur manna leggur niður vinnu samkvæmt ákvörðun stétt-
arfélags til þess að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu.
Til þess að verkfall geti orðið löglegt, þarf ákvörðun um það að .hafa
verið tekin á ákveðinn hátt samkvæmt fyrirmælum 15. gr. laga nr.
80/1938. Algengt mun nú, að samninganefnd, trúnaðarmannaráð eða
stjórn stéttarfélags hafi vald til þess að ákveða, að vinnustöðvun skuli
hefjast.
1 16. gr. laganna er svo ákveðið, að ákvörðun urn vinnustöðvun skuli
tilkynnt sáttasemjara og þeim sem hún beinist aðallega gegn 7 sól-
arhringum áður en tilætlun er að hún hefjist. Sé ekki gætt þessara
ákvæða 15. og 16. gr., verður verkfall ólöglegt.
Ég tel rétt að fara nú nokkrum orðum um samúðarverkföll og sam-
úðaraðgerðir í vinnudeilum. I 13. grein laga um stéttarfélög og vinnu-
deilur segir svo: „Heimilt er stéttarfélögum eða stéttarfélögum og
samböndum stéttarfélaga að gera með sér samning um gagnkvæman
stuðning" og í 17. grein segir: „Óheimilt er að hefja vinnustöðvun
til styrktai’ félagi sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun“. Af þess-
um orðum 17. greinar verður að álykta, að stéttarfélagi sé heimilt að
hefja vinnustöðvun til styrktar félági, sem á í lögmætu verkfalli. Stétt-
arfélagi væri því heimilt að hefja vinnustöðvun, samúðarvinnustöðv-
un, til styrktar öðru stéttarfélagi, þó að félagið sjálft ætti ekki í deilu
um kaup og kjör. Ákvörðun um samúðarverkfall verður að takast
með sama hætti og um venjuleg verkföll, sbr. 15. grein laganna, og
það verður að tilkynna með sama fresti og um venjuleg verkföll, sbr.
16. grein. Það hefur iðulega gerst, að bátar eða skip, sem átt hafa
að leggja upp afla eða setja vörur á land á stað, þar sem verkfall hefur
verið, hafa leitað til annarra staða, til þess að losna við afla eða vörur.
Nokkurn veginn undantekningalaust hefur þá verkalýðsfélag á staðn-
um neitað afgreiðslu, og mun þetta hafa verið kallað afgreiðslubann.
1 dómi félagsdóms nr. 1/1950 (Féld. III 94) er bókað sératkvæði Ragn-
ars Ólafssonar hrl., þar sem hann skýrir nánar afgreiðslubann. 1 þessu
sératkvæði segir svo: „Áður en lög nr. 80/1938 voru sett, var það venja
að verkalýðsfélög, semkvæmt beiðni Alþýðusambands Islands, neituðu
að afgreiða eða flytja vörur til atvinnurekenda, sem verkfall var hjá.
Var þetta kallað afgreiðslubann og var ákvörðun um það tekin af stjórn-
um félaganna og það sett án sérstaks fyrirvara. I lögunum er ekki getið
192