Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Page 25
ljóst, að hér hafi verið um ólöglegar verkfallsaðgerðir að ræða. I þessu sambandi tel ég rétt að líta á nokkra dóma félagsdóms, þar sem um er að ræða, að verkalýðsfélag bannar vinnu við tiltekin störf, en fé- lagsmenn þess leggja ekki niður alla vinnu. Fyrst vil ég taka hér til athugunar mál nr. 1/1950: Vinnuveitendasamband Islands fyrir hönd H.F. Shell á Islandi gegn Alþýðusambandi fslands fyrir hönd Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar (Féld. III 90). Yfirskrift yfir þessum dómi er: „Afgreiðslubann verkalýðsfélags dæmt ólögmætt. Sérat- kvæði“. Mál þetta var höfðað af því tilefni, að Flugvirkjafélag Islands hafði hafið verkfall hjá Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Þessi tvö flugfélög keyptu flugvélaeldsneyti af H.f. Shell á Islandi og Olíuverzlun Islands h.f. Alþýðusamband Islands fór nú þess á leit við Verkamanna- félagið Dagsbrún, að það stöðvaði alla afgreiðslu á bensíni til flug- félaganna, þar til samkomulag hefði náðst og deildunni verið aflýst. Samdægurs var haldinn fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Dags- brúnar og þar samþykkt með samhljóða atkvæðum að verða við beiðni Alþýðusambandsins og stöðva afgreiðslu á bensíni á flugvélar félag- anna. Næsta dag tilkynnti fyrirsvarsmaður Dagsbrúnar H.f. Shell, að félagið hefði „ákveðið að stöðva alla afgreiðslu á bensíni í flugvélar Flugfélags Islands h.f. og Loftleiða h.f. þar til samningar hafa tekist í kjaradeilu þeirri, er Flugvirkjafélag Islands á nú í við bæði þessi flugfélög“. H.f. Shell mótmælti þegar í stað lögmæti þessarar ákvörð- unar. Á öðrum degi tókst Dagsbrún að fá þá starfsmenn, sem önnuð- ust eldsneytisafgreiðsluna, til þess að leggja niður þessi störf. Þegar svo var komið, höfðaði H.f. Shell mál fyrir félagsdómi til þess að fá vinnustöðvun þessa dæmda ólöglega. Stefnandi studdi kröfur sínar þeim rökum, að hér væri um að ræða samúðarverkfall af hálfu Dags- brúnar til styrktar Flugvirkjafélagi Islands. Ákvörðun um slíkt sam- úðarverkfall þyrfti að taka samkv. ákvæðum 15. gremar laga um stétt- arfélög og vinnudeilur, og tilkynna þyrfti slíkt verkfall með 7 daga fyrirvara, svo sem fyrir er mælt í 16. grein laganna. Þar sem Dags- brún hefði ekki farið eftir þessum ákvæðum taldi stefnandi, að félagið ætti að sæta refsingu fyrir það, samkvæmt ákvæðum laganna og að því bæri að bæta allt það fjártjón, sem orðið hefði af völdum vinnu- stöðvunarinnar. Verkamannafélagið mótmælti því hinsvegar, að umrætt afgreiðslu- bann lyti ákvæðum 2. kafla laga nr. 80/1938, það væri annars eðlis en verkföll þau, sem um ræðir í þeim kafla laganna, enda væri það í samræmi við margra ára venjur verkalýðsfélaganna, að afgreiðslu- banni væri beitt án þess að fylgt sé fyrirmælum 2. kafla laganna. Þá 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.