Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 29
ekki undir félagsdóm og ber því að vísa því frá dómi“.
1 fljótu bragði gæti virst svo, sem í þessu máli væri um hliðstæða
hluti að ræða og áttu sér stað í sambandi við útflutnings- og olíu-
bannið síðastliðið vor. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að svo er
ekki. Yfirskrift yfir dómnum er: „Mál út af kæru um ólögmætt sam-
úðarverkfall“. 1 forsendum félagsdóms er margtekið fram, að um af-
greiðslubann forráðamanna Dagsbrúnar á hendur stefnanda hafi verið
að ræða. Fer ekki á milli mála, að hér hefur verið um samúðaraðgerðir
að ræða.
I þeim dómum félagsdóms, sem hér hafa verið raktir, kemur fram,
að þær samúðaraðgerðir, sem dómarnir fjalla um, hvort sem þær að-
gerðir eru kallaðar afgreiðslubann eða samúðarverkfall, falla undir
II. kafla laga nr. 80/1938; að ákvörðun um slíkar aðgerðir þurfi að
taka í samræmi við lögin um stéttarfélög og vinnudeilur; og að tilkynn-
ingar þurfi að gefa út í samræmi við 16. grein laganna. Af þessum
dómum má einnig draga þá ályktun, að stéttarfélagi sé heimilt að
stöðva vinnu hjá tilteknum aðila, sem á í verkfallsdeilu við annað
verkalýðsfélag, þó að félagsmenn verkalýðsfélagsins, sem beitir sam-
úðaraðgerðunum, séu að öðru leyti í fullri vinnu og leggi ekki niður
vinnu. Mér sýnist það leiða af eðli málsins að gera verði skarpan
greinarmun á verkföllum og samúðaraðgerðum, þótt ákvörðun um
hvoru tveggja þurfi að taka samkvæmt 2. kafla laga um stéttarfélög
og vinnudeilur, og tilkynningar þurfi að fara með samkv. 16. grein lag-
anna. Samúðaraðgerðir má aðeins gera til styrktar löglegu verkfalli,
slíkar aðgerðir beinast að aðila, sem verkfall er hjá. Þegar verkalýðs-
félag styður annað félag, sem á í launadeilu, með því að láta meðlimi
sína stöðva afgreiðslu á t.d. vörum til vinnuveitanda, sem verkfall er
hjá, sýnist mér ljóst, að slíku ástandi verði á engan hátt jafnað við
það, ef hvergi er um verkfall að ræða, og verkalýðsfélag fyrirskipar
meðlimum sínum að vinna aðeins að tilteknum verkum, svo sem í út-
flutnings- og olíubanninu s.l. vor. Slíkar aðgerðir geta ekki talist lög-
legt verkfall.
Niðurstaða af þessu spjalli mínu er því, að eitt af skilyrðum, sem
þurfa að vera fyrir hendi, til þess að verkfall sé löglegt, er að hópur
manna leggi niður vinnu, og er þá átt við alla vinnu. Þessu megi hins-
vegar ekki blanda saman við samúðaraðgerðir. Verkalýðsfélag, sem
samþykkir samúðaraðgerðir (afgreiðslubann eða samúðarverkfall) til
stuðnings öðru verkalýðsfélagi, sem er í verkfalli, beinir þessum að-
gerðuni að vinnuveitanda, sem annað félag á í deilu við. Það heldur
hinsvegar uppi fullri vinnu fyrir þá vinnuveitendur, sem ekki eru að-
199