Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Side 40
að koma þessum nýja sáttmála í höfn og festa í stjórnskipan ríkisins. Takist þetta, getum við aftur horfið til þess að halda bæði lögin og friðinn. Takist það ekki, myndast óhjákvæmilega pólitískur jarðvegur fyrir fjöldafylgi við lýðskrum og ábyrgðarlaust gaspur, sem aldrei getur orðið fjöldanum til hagsbóta, en sagan sannar, að getur leitt þjóðir í óskaplega ógæfu. Ef við ætlum ekki að halda áfram að dragast aftur úr meðal þjóða heims í efnahagslegu tilliti, verðum við að hætta að eyða jafnmikilli orku og við gerum í illvígar deilur, sem eru öllum til tjóns. Ella getur okkar veika, lýðræðislega stjórnskipan brostið, þegar minnst vonum varir. Enn á hverjum hvílir ábyrgðin á að hefjast handa á þessu sviði? Hún hvílir á forystumönnum stjórnmálaflanna í þjóðfélaginu, þar sem hæst ber stj órnmálaflokka og hagsmunasamtök. 1 þeirra hópi eru teknar allar ákvarðanir, sem skipta sköpum um velgengni okkar sem þjóðar eða niðurlægingu. Þær ákvarðanir eru eflaust hver og ein teknar eftir bestu samvisku. Þegar þær koma allar saman verður árangurinn þó skelfilegur. Og í þessu efni þýðir ekki að fara að eins og hundurinn, kötturinn og svínið í sögunni af litlu, gulu hænunni, því að í þessu þjóðfélagi er engin lítil, gul hæna til að gera það, sem gera þarf, þegar hundurinn, kötturinn og svínið hafa sagt, — ekki ég. 210

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.