Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 15
leitar til um að þýða sjónvarpsefni úr erlendum tungumálum. Hún er ekki ráðin hjá áfrýjanda til ákveðinna verkefna gegn föstum launum. Er áfrýjandi eigi skuldbundinn að fela stefndu þýðingarverkefni, og henni er að sínu leyti ekki skylt að taka að sér slík verkefni, sem áfrýjandi býður henni. Miða verður við það, að ekki sé til að dreifa neins konar uppsagnarfresti vegna starfa stefndu í þágu áfrýjanda.“ 1 hvorugum dómanna er fallist á, að sóknaraðili njóti réttarstöðu launþega. Ekki er þar með sagt, að niðurstaða í skaðabótamáli hefði orðið sambærileg. Dómarnir varða það álitamál, hvort sóknaraðilar eigi tiltekin réttindi, af því að þeir séu „launþegar,“ en í skaðabóta- rétti er spurningin hins vegar, á verkum hverra manna vinnuveitandi beri ábyrgð gagnvart þriðja aðila. Það kemur skýrt fram í 2.1. hér að framan, að reglan um vinnuveitandaábyrgð nær til fleiri manna en þeirra, er teljast launþegar í skilningi vinnuréttar. Engin grundvall- arrök eru því til fyrirstöðu, að póststjórnin eða Ríkisútvarp yrðu talin bera vinnuveitandaábyrgð (utan samninga) á skaðaverki póst- dreifingarmanns eða sjónvarpsþýðanda, þótt staða þessara aðstoðar- manna sé mun sjálfstæðari en launþega almennt.23 2.3. Framkvæmd dómstóla 1 þessum kafla verður fjallað um hvernig nokkrir dómar Hæstarétt- ar samrýmist fræðikenningum þeim, sem að framan greinir. Fyrst skulu nefndir þrír dómar um ábyrgð húseiganda: Hrd. 1952, 577. Smiðnr féll af paki Mjólkurfélagshússins, Hafn- arstrœti 5, Reykfavik. Húseigandi var sýknaður af bótakröfum vegna slyss, sem varð við viðgerð á húsinu, þar sem hann mátti treysta því, að bygginga- félag, sem tók að sér viðgerðina, hefði allan öryggisbúnað og eftir- lit í fullkomnu lagi og hann hafði ekki ástæðu til að skipta sér af þessum atriðum í sambandi við verkið. 23 Sjálfsforræði umræddra manna í starfi er þó í ýmsum efnum svo mikið, að það sýnist setja vinnuveitandaábyrgð ríkisstofnana þessara allþröngar skorður, t.d. yrði Ríkisútvarp vart skaðabótaskylt vegna eignaskemmda, er hlytust af gáleysi sjónvarps- þýðanda, er hann væri við þýðingarstörf á heimili sínu. Um bótaskyldu veena glataðra póstsendinga og bótaábyrgð á útvarpsefni eru sérákvæði í lögum, sbr. Póstlög nr. 31/1940, VI. kafla og Útvarpslög nr. 19/1971, IV. kafla. 61

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.