Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 31
hendina eða báðar „í fatla“. Vissulega eiga rannsóknarhagsmunir hins opinbera ekki að vera einráðir. Ákveðið vægi verður að vera milli brots og úrræða, — því alvarlegra brot, því harkalegri úrræði. Reglur um réttindi sakaðra manna í lýðræðislegu þjóðfélagi eiga hins vegar að tempra þessi úrræði, bæði af mannúðarástæðum og einnig til að forðast réttarfarsleg slys. Reglur um slík réttindi eru ekki fyrst og fremst vegna raunverulegra brotamanna, heldur ekki síður nauðsyn- legar vegna réttaröryggis hins almenna borgara, sem ekkert hefur til saka unnið, en hefur vegna óvarkárni eða óhappatilviljunar dregist inn í tortryggilegar og grunsamlegar aðstæður, eða beinlínis verið borinn röngum sökum. Hér sem endranær í lögfræðinni verður hágs- munamat að ráða, annars vegar þeir hagsmunir hins opinbera og alls almennings að upplýsa brot, og hins vegar hagsmunir manna að vera ekki hafðir fyrir rangri sök, svo og þeir hagsmunir brotamanna og þeirra nánustu að ekki sé beitt meiri harðræðum en minnst má kom- ast af með hverju sinni og mannúðarsjónarmiða sé að öðru leyti gætt í hvívetna. Ekki verður annað séð en að reglur stjórnarskrárinnar og laga um meðferð opinberra mála séu í samræmi við ofangreind sjónarmið. Þá verður einnig að telja, að breyting sú á opinberum réttarfarslögum, sem kom til framkvæmda á miðju ári 1977, hafi verið til þess fallin að auka rétt sakborninga, en ekki til að rýra hann, eins og haldið hefur verið fram. Rétt er í þessu sambandi að undirstrika, að réttar- reglum um heimild til handtöku og beitingar gæsluvarðhalds var ekki breytt, og hafa þessi ákvæði reyndar verið óbreytt allt frá 1951. Einnig Jón A. Ólafsson lauk lagaprófi 1958. Hann varð fulltrúi sakadómarans í Reykjavík 1960 og var skipaður sakadómari 1972. Hér er birt erindi, sem Jón flutti á fundi í Lögfræðingafélagi ís- lands í febrúar s.l. Umræðuefnið hefur verið á dagskrá um skeið, og má m.a. minnast álykt- unar, sem stjórn Lögmannafélags Islands gerði og birt var í 4. hefti TL 1978. Auk Jóns hafði Hákon Árnason hrl. framsögu á fundinum í lög- fræðingafélaginu. Erindi hans var flutt eftir minnisblöðum, og hefur Hákon ekki séð sér fært að búa það til prentunar. 77

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.