Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 45
Sýni í glösum A voru tekin til ákvörðunar eftir að hafa verið geymd í kæliskápi í 4—6 daga. Magn alkóhóls í blóði var mest 1,36%0 og minnst 0,66%0 og að meðaltali 0,90%o. 1 svigum eru sýnd þau vikmörk frá mælingargildum, er Skaftason & Jóhannesson (1975) hafa sett við ákvarðanir á alkóhóli í blóðsýnum með gasgreiningu á súlu. Magn alkóhóls í sýnum í glösum B, sem geymd voru í kæliskápi og tekin voru til ákvörðunar fjórum vikum eftir sýnatöku, var að meðal- tali 0,88%o. I glösum A-A var alkóhól ákvarðað eftir geymslu í kæli- skápi í samtals fimm vikur frá töku sýna. Var magn alkóhóls þá að meðaltali O,87%0. Alkóhól var loks ákvarðað í glösum B-B sjö vikum eftir að sýni voru tekin. Magn alkóhóls var þá að meðaltali 0,86%0. Magn alkóhóls í sýnum í giösum B, A-A og B-B var í engu tilviki utan þeirra vikmarka, sem sýnd eru fyrir sýni í glösum A. Niðurstöðutölur alkóhólákvarðana í sýnum í glösum C, D og D-D eru sýndar í töflu 2. Alkóhól var ákvarðað í sýnum í glösum C og D tveim vikum eftir að þau voru tekin. Höfðu sýnin þá verið send í flugpósti til Isafjarðar eða Egilsstaða og aftur. Var magn alkóhóls í sýnum þessum að með- altali 0,87%o og 0,88%0. Sýni í glösum C-C höfðu hins vegar verið geymd í kæliskápi eftir flutning í pósti frá ísafirði og þar til liðnar voru sjö vikur frá töku þeirra. Þéttni alkóhóls í sýnum þessum var að meðaltali 0,86%o. Magn alkóhóls í sýnum í glösum C, D eða C-C var í engu tilviki utan þeirra vikmarka, sem sýnd eru fyrir sýni í glösum A í töflu 1. UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Ef vissar tegundir baktería eða gersveppir eru í blóðsýnum, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli, kann það að breyta niðurstöðutöl- um verulega. Hætta á slíkum skekkjum er mun meiri, ef um líkblóð er að ræða en blóð úr lifandi mönnum (Curry, 1972). Venjulega leiðir örverugróður fremur til aukins alkóhólmagns í líksýnum en minnkunar. Örverur geta þannig beinlínis myndað alkó- hól. Við liagstæð skilyrði (geymd við 37° í ca. 12 klst.) getur myndast mjög verulegt magn alkóhóls í blóðsýnum, sem tekin hafa verið úr líkum (allt að því 1,5%0). Hitt er þó einnig vel þekkt, að þéttni alkó- hóls minnkar í sýnum, sem tekin eru úr líkum og geymd. Eru í þessu tilviki væntanlega að verki enzým í vefjum hins látna auk enzýma í þeim örverum, sem fyrr greinir. Má líta svo á, að umræddar breyting- ar, þ.e.a.s. myndun alkóhóls eða umbrot þess í líkblóði og öðrum lík- 91

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.