Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 18
sé einungis ætlað að gilda um flutning innanlands. Um flutning farms með ökutæki, sem fer hluta leiðar á skipi innanlands, er fjallað í 8. gr. LSL. Eigi kemur heldur beint fram í texta LSL, hvort þau taka til samn- inga um flutning vörusendinga innan sama sveitarfélags. 1 athuga- semdum við 1. gr. frv. er að þessu vikið. Segir þar, að lögunum sé fyi-st og fremst ætlað að gilda um þá skipulagsbundnu vöruflutninga, sem fara fram á milli landshluta eða byggðarlaga, en ekki um vöru- sendingar innan sama bæjarfélags eða kaupstaðar. Skv. þessu og því skilyrði 1. gr. LSL, að vöruflytjandi annist „að jafnaði flutning fyrir fleiri en einn aðila í sömu ferð“ taka lögin ekki til starfsemi, sem sendi- eða vörubifreiðarstjórar eða afgreiðslustöðvar þeirra hafa al- mennt með höndum. LSL yrði því t.d. ekki beitt um tilvik eins og það, sem dæmt var um í Hrd. 1934, 858. Samkvæmt síðastnefndu skilyrði 1. gr. LSL gilda lögin ekki um samning, sem gerður er við eiganda bifreiðar eða annan aðila um flutning vöru milli landshluta, ef flytjandi annast ekki að jafnaði flutning fyrir fleiri en einn aðila í sömu ferð. Samningur við flytjanda, sem fullnægir umræddu skilyrði 1. gr., myndi hins vegar falla undir LSL, enda þótt bifreiðin flytji í tiltekið skipti einungis vörur fyrir einn mann. Hugtakið vara (vörusending) er ekki skilgreint í lögunum. Eigi eru heldur nein ákvæði í LSL er undanskilja flutning á tilteknum teg- undum farms gildissviði laganna, t.d. póst o.fl., svo sem gert er í hlið- stæðum norrænum lögum og 98. gr. loftfl.. Eigandi póstsendingar, sem sannanlega hefur skemmst eða glatast í flutningi, myndi þó ekki eiga bótarétt á hendur póststjórninni eftir reglum LSL heldur sam- kvæmt bótaákvæðum póstlaga nr. 31/1940 eða öðrum réttarreglum, sem gilda sérstaklega um það efni.3 í 2.- 4. gr. LSL eru ákvæði um flutning með vögnum, sem tengdir eru eða festir við bifreið, ákvæði um upphaf flutnings og lok o.fl. 1 5. gr. LSL segir, að ákvæði laganna um réttaráhrif aðgerða eða aðgerðaleysis sendanda, flytjanda eða móttakanda taki einnig til þess háttar athæfis umboðsmanna þeirra eða starfsmanna, sem viðkom- andi aðilar ábyrgjast. Ákvæði þetta er ekki svo skýrt sem skyldi. 3 Vafasamt er, hvort eigandi pósts gæti átt bótarétt vegna missis eða skemmda á póstsendingu gagnvart sjálfstæðum aðila, er annast flutning pósts fyrir póststjórnina. Ef svo er, myndi slíkur réttur verða reistur á almennum skaðabótareglum eða eftir atvikum bótaákvæðum umferðarlaga. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.