Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 32
tíðkast. Verður að telja mjög æskilegt að skaðabótareglum sé hagað þannig, að menn finni hjá sér hvöt til að kaupa hæfilegar vátrygg- ingar á hagsmunum sínum. Ekki þarf að fjölyrða um kosti þess, að hámark ábyrgðar flytjanda breytist eftir verðlagi. Föst krónutala myndi vera gagnslaus. Aðilum flutningssamnings mun vera heimilt að semja um hærri eða lægri hámarksfjárhæðir en getur í 19. gr. og jafnvel, að ábyrgð flytj- anda skuli vera ótakmörkuð. Þessu er á annan veg farið í sjórétti og flugrétti. Reglur 118. gr. loftfl. nr. 34/1964 um takmarkaða ábyrgð flytjanda eru ófrávíkjanlegar, sbr. 119. gr. loftfl., en þar segir m.a., að ógildur sé áskilnaður, sem miðar að því að kveða á um lægri hámarksupphæð en í 118. gr. segir. Þeim, sem flytur farm með skipi innanlands, er óheimilt að takmarka ábyrgð sína við ákveðna fjár- hæð, sbr. 103. gr. sigll. nr. 66/1963. Hins vegar hefta siglingalög ekki heimild farmflytj anda til þess að gera þess konar fyrirvara í sigling- um milli landa. Munu íslensk skipafélög undantekningarlaust tak- marka ábyrgð sína við tilteknar fjárhæðir með því að vísa í farm- skírteinum til Haagreglnanna frá 1924 eða erlendra lága, sem á þeim eru reist (sbr. t.d. Hrd. 1977, 1048). í VI. kafla póstlaga nr. 31/1940 eru sérstakar reglur, sem takmarka ábyrgð póststjórnarinnar vegna glataðra póstsendinga o.fl. við nánar tilteknar hámarksfjárhæðir (sbr. Hrd. 1953, 139). n 6.6. Hækkun hámarksábyrgðar flytjanda Sérstök regla er í 20. gr. LSL um takmarkaða ábyrgð flytjanda, ef sendandi hefur í fylgibréfi tilgreint hærra verð vöru en kveðið er á um í 19. gr. og greitt flutningsgjald í samræmi við það. Skal þá hið tilgreinda verð gilda við ákvörðun skaðabóta. Ákvæði 20. gr. eiga sér hliðstæðu í 2. mgr. 118. gr. loftfl. og 20. gr. póstlaga nr. 31/1940. I sigll. eru engin hliðstæð ákvæði, sbr. hins vegar 3. mgr. 5. tl. 5. gr. Haagreglnanna frá 1924 og a-lið 2. gr. Haag-Visbyreglnanna frá 1968. Sjaldgæft mun vera hér á landi, að sendendur tilgreini í fylgibréfi verð varnings, sem sendur er með bifreiðum. Tilgreining verðs skv. 20. gr. veldur, eins og áður segir, hækkun hámarksábyrgðar flytjanda, en tilgreiningin er ekki sönnun um að varan sé í raun og veru þess virði, sem greint er. Um sönnun fyrir verðmæti vöru fer eftir almennum reglum. II Reglur póstlaga nr. 31/1940 um hámarksfjárhæð bóta vegna póstsendinga án sér- staklega tilgreinds verðs eru með öllu úreltar. í framkvæmd er ekki farið eftir þeim, sjá ákvæði xun hámarksfjárhæðir í gjaldskrá fyrir póstþjónustu nr. 56/1983. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.