Tímarit lögfræðinga - 01.08.1983, Qupperneq 35
eða ófullkominna upplýsinga í fylgibréfi og vegna skemmda, er hljót-
ast af lélegum eða ófullnægjandi umbúðum vörusendingar. Ennfrem-
ur eru talin ýmis ákvæði LSL um réttarstöðu viðtakanda vöru, svo
sem skyldu hans til að vitja vöru á ákvörðunarstað, greiða flutnings-
gjald o.fh, og skyldu hans til að hefjast handa, ef hann vill bera fyrir
sig að vara hafi skemmst eða glatast í flutningi. Loks er í 5. kafla
minnst á ákvæði LSL um fyrningu o.fl.
1 6. kafla er, eins og fyrr segir, fjallað um bótaábyrgð flytjanda.
Eftir III. kafla LSL getur hann bæði orðið ábyrgur fyrir tjóni, er
hlýst af óeðlilegum drætti á að flytja vöruna og tjóni, sem hlýst af
því að varan skemmist, eyðileggst eða glatast. Bótaábyrgð vegna ein-
hverra af síðarnefndum atvikum (,,farmtjóns“) er hér nefnd umönn-
unarábyrgð.
Fyrir setningu LSL voru bótareglur umferðarlaga nr. 40/1968 einu
settu lagaákvæðin, sem tóku til tjóns af flutningi farms með bifreið-
um. Reglur umferðarlaga komu að mjög takmörkuðu haldi við úrlausn
ágreinings aðila farmsamnings út af slíku tjóni. Varð þá að leysa
ágreininginn eftir ólögfestum réttarreglum. Með dómi í Hrd. 1981,
35 er því slegið föstu, að flytjandi beri bótaábyrgð vegna varnings,
sem glatast í landflutningi af ókunnum orsökum. Hér er, án stoðar
í settri lagaheimild, felld á flytjanda bótaskylda, sem er víðtækari
en ábyrgð eftir almennum bótareglum, er gera sök að skilyrði ábyrgð-
ar. Með LSL var aftur á móti lögfest víðtæk bótaregla um umönnunar-
ábyrgð (og ábyrgð vegna óeðlilegs dráttar). Eftir 16., sbr. 17. gr.
LSL er flytjandi bótaskyldur vegna farmtjóns og óeðlilegs dráttar í
flutningi, nema leitt sé í ljós, að tjónið verði rakið til einhverra
ástæðna, sem eru nánar tilteknar í 17. gr., svo sem vanrækslu eða
mistaka sendanda, viðtakanda eða manna, sem þeir bera ábyrgð á,
skemmda vegna sérstakra eiginleika vörunnar eða óviðráðanlegra
orsaka (force majeure). Ábyrgð flytjanda er samkvæmt LSL víð-
tækari en eftir sigll. og loftfL, en líklegt er að í reynd verði þau tilfelli
tiltölulega fá, sem bótaskyld eru eftir LSL en ekki eftir sakarlíkinda-
reglu eins og þeirri, sem sigll. og loftfl. hafa að geyma (6.1).
Lengi hefur tíðkast, að flytjendur farms, þ.á.m. flutningamiðstöðv-
ar, sem annast vöruflutning með bifreiðum, geri fyrirvara, er leysa
flytjendur að meira eða minna leyti undan skaðabótaábyrgð. Slíkur
fyrirvari er almennt gildur, ef viðsemjandi flytjanda hefur samþykkt
hann berum orðum eða á annan hátt, enda brjóti hann ekki í bága við
ákvæði settra laga. Dómstólar geta samkvæmt óskráðum meginregl-
um laga metið fyrirvara um undanþágu frá ábyrgð ógildan, ef sér-
29