Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Blaðsíða 6
BÁRÐURJAKOBSSON Bárður Jónas Jakobsson hrl. lést á Borgar- spítalanum 21. júní 1984 eftir stranga sjúkdóms- legu. Það var krabbamein, sem dró hann til dauða á sjötugasta og öðru aldursári. Hann var fæddur 29. mars 1913 í Bolungavík. í lögfræðingatalinu 1976 rekur Bárður náms- og starfsíeril sinn, nefnir konur sínar og getur útgefinna ritverka fram að þeim tíma, en hann var þá farinn að stunda ritstörf alfarið. Hér er ekki öðru við að bæta en því, að Bárð- ur stundaði ritstörf áfram eftir 1976, og af rit- verkum eftir þann tlma má nefna sögu Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar. í handritum átti Bárður margt og sumt að ég held fullfrágengið, eins og sögu Skipstjórafé- lagsins Bylgjunnar á ísafirði, um kynlíf í íslensk- um fornbókmenntum, drög að sögu isafjarðarkaupstaðar, þætti úr útgerðarsögu Vestfirðinga og eflaust sitthvað fleira. Þar sem lögfræðingatalið er flestum þeim tiltækt, sem lesa þessi minningar- orð, sýnist óþarft að endurtaka það, sem þar er rakið um útlínurnar í lífsferli Bárðar, og vil ég heldur nota þessi fáu orð til þess að lýsa lífshlaupi hans frá öðru sjónarhorni. Það mætti skrifa langt mál um Bárð Jakobsson, því að hann var litríkur mað- ur og átti fjölbreyttan lifsferil. Hann var sjómaður, netagerðarmaður, ritstjóri, sýslufulltrúi, fréttaritari bæði blaða og útvarps, bókavörður, kennari, rak mál- flutningsskrifstofur bæði á Akureyri og ísafirði (hdl. 1950 og hrl. 1966) og loks rithöfundur. En þótt ferllinn væri fjölbreyttur, var einkalífið þó fjölbreyttara. Bárður fékk í arf mjög blandaða og ólíka kynfylgju frá foreldrum sínum, Dórótheu Jónasdóttur, sem var af Skeggstaðaætt ( Húnaþingi, og Jakobi Bárðarsyni af Hólsætt í Bolungavík. Svo segja þeir, sem til þessara ætta þekkja, að þær séu mjög ólíkar, og til dæmis sé vart hægt að hugsa sér ólíkari menn en föðurafa og móðurafa Bárðar, hann var líkur þeim báðum nokkuð og olli það tvískinnungi í eðlisfari hans. Bárður var 10 ára, þegar faðir hans fórst. Móðir hans barðist við að halda hjá sér tveimur yngri bræðrum hans, þriggja og fjögurra ára, en Bárð varð hún að láta frá sér að miklu leyti um hríð. Urðu unglingsárin honum ekki Ijúf fremur en mörgum unglingi öðrum á þessum tíma, sem ekki gat dvalið í skjóli for- eldranna. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.