Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Síða 17
Flest framangreind viðhorf styðja breytingar á hefðbundnum regl- um um eigin sök tjónþola. Meginreglan um skerðingu bóta vegna sak- ar tjónþola ber þess merki, eins og margar aðrar skaðabótareglur, að hún varð til, þegar menn höfðu almennt ekki ábyrgðartryggingu. Nú má hins vegar gera ráð fyrir, að þeir, sem valda tjóni, þurfi sjaldnast sjálfir að greiða bætur. Eins og áður var vikið að, greiðir ábyrgðar- trygging oftast bæturnar eða þá vinnuveitandi tjónvalds, en tjónþoli verður sjálfur að bera þann hluta tjónsins, sem á hann dæmist, nema hann sé slysatryggður eða hafi aðra vátryggingu, sem tekur til tjóns- ins. Af þessu draga margir þá ályktun, að almenna reglan um lækkun eða niðurfellingu bóta vegna sakar tjónþola sé ósanngjörn í slysamál- um. Þégai' aðeins sé um að ræða skemmdir á munum eða almennt fjártjón, sem ekki tengist spjöllum á líkamlegum verðmætum, eru á hinn bóginn almennt ekki talin vera rök til þess að hverfa frá gild- andi meginreglu um réttaráhrif sakar tjónþola. Þau sjónarmið, sem nú voru rakin, áttu þátt í, að Svíar breyttu árið 1975 almennum reglum skaðabótaréttar um sök tjónþola. Eftir nýju reglunum skerðist réttur tjónþola almennt ekki í bótamálum vegna líkamstjóns, nema hann hafi gerst sekur um stórfellt gáleysi eða ásetning. Um annað tjón en líkamstjón gildir áfram hin hefðbundna regla um lækkun végna sakar tjónþola. Sérstök nýmæli eru í sænsku lögunum um lækkun bóta eftir sanngirnismati. Á hún bæði við um líkamstjón og annars konar tjón (sjá Arnljótur Björnsson. Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum. Tímarit lögfræðinga 1977, bls. 181 og 190-1). Þessi sænsku nýmæli, sem ekki verða nánar rædd hér, eru mikilvæg frávik frá rótgrónum meginreglum um réttaráhrif eigin sakar tj ónþola. Þegar frá eru talin sænsku skaðabótalögin frá 1975 og norrænu sér- reglurnar um fullan bótarétt þeirra, sem slasast óbundnir í bifreiðum eða hjálmlausir á bifhjólum eða „skellinöðrum“, hafa þær röksemdir, er hér voru raktar, ekki leitt til breytinga á settum lögum. 4. Á SÉRÁKVÆÐI 3. MGR. 67. GR. UMFERÐARLAGA UM FULLAR BÆTUR RÉTT Á SÉR? Reglan í 2. málsl. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga er undantekning frá almennu reglunni um, að sök tjónþola sjálfs skerði bótarétt hans. Þessi undantekningarregla á sér enga hliðstæðu í íslenskum lögum. Reglan veitir einum hópi tjónþola betri rétt en aðrir hafa. Spyrja má, hvort þessi sérstaða sé eðlileg. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.