Tímarit lögfræðinga - 01.12.1984, Page 32
dómara á réttargæzluþörfinni. Dómari getur skipað réttargæzlumann
að eigin frumkvæði, en oftast mundi ákvörðun byggð á beiðni söku-
nauts eða rannsóknaraðila. Mun ekki þurfa samþykki sakbornirigs til
skipunar að því er varðar þau tilvik, er falla undir 3. mgr. 80. gr.
Ákvæði 14. og 15. gr. 1. 107/1976 eru rökstudd með því í greinargerð,
að við flutning frumrannsóknar úr hendi dómara yfir til rannsóknar-
lögréglu geti hlutlaus dómari ekki haft sama eftirlit með henni og
áður. Hætta sé því á, að staða sakbornings kunni að versna við breyt-
inguna frá því sem verið hefur. Mestu máli skiptir, hvort tryggt verð-
ur í framkvæmd, að dómara berist beiðni eða upplýsingar varðandi
þá sökunauta, sem helzt þurfa á vernd að halda, svo og að dómarar
sýni hæfilega lipurð við notkun heimildarinnar, sbr. 1. mgr. 81. gr. oml.
Heimild 5. mgr. 80. gr. hefur nú sjálfstætt gildi aðeins utan þeirra
tilvika, er sökunautur á lögvarinn rétt til skipaðs réttargæzlumanns
vegna handtöku eða gæzluvarðhalds.
Grunaður maður, sem fengið hefur skipaðan réttargæzlumann, á rétt
á því, að réttargæzlumaðurinn sé viðstaddur yfirheyrslur hjá rann-
sóknailögreglu, enda þyki það bættulaust vegna rannsóknar málsins.
Dómari úrskurðar um þetta atriði, ef ágreiningur verður, sjá 2. mgr.
86. gr. oml., sbr. 15. gr. 1. 107/1976. I 1. mgr. 86. gr. oml. er annað
ákvæði, er varðar þetta efni. Upphaflega hljóðaði það svo: ,,Ef verj-
andi er skipaður, áður en rannsókn er lokið, er honum rétt að vera
við prófun sökunauts, enda þyki dómara það hættulaust vegna rann-
sóknar málsins". Einar Arnórsson færir að því rök, að verjanda hljóti
þrátt fyrir þetta orðalag að vera bæði rétt og skylt að gæta hagsmuna
sakbornings við vitnaleiðslur og matsgerðir.5) Hið yngra ákvæði 2.
mgr. 86. gr. lætur ósagt um þetta atriði. Verður ákvæðið vart talið
bundið við yfirheyrslu sakbornings eins. Réttargæzlumaður á almennt
rétt á því að vera viðstaddur vitnaleiðslur í máli skjólstæðings síns
hjá rannsóknarlögreglu. Fyrirvarinn um, að dómara þyki nærvera
verjanda hættulaus, var felldur brott úr 1. mgr. 86. gr. með 2. gr. 1.
53/1979. Ekki var hróflað við hliðstæðum fyrirvara í 2. mgr. 86. gr.
Má draga þá ályktun af samanburðarskýringu þessara ákvæða, að
aldrei mégi meina réttargæzlumanni (verjanda) að vera við yfir-
heyrslu skjólstæðings síns, en að lögreglumaður eða yfirmaður hans
meti, hvort hættulaust sé að leyfa réttargæzlumanni að vera við vitna-
leiðslur, mats- og skoðunargerðir eða yfirheyrslu annarra sakborninga.
Heimildin til að vera við yfirheyrslur er bundin við skipaðan réttar-
5) Sjá Einar Arnórsson, „Meðferð opinberra mála“, Tímarit lögfræðinga 1951, bls. 114-115.
206