Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 8
Arnljótur Björnsson prófessor: NÝJU SIGLINGALÖGIN I BJÖRGUN EFNISYFIRLIT 1. Lagaheimildir um björgun ................................... 154 2. Aðdragandi breytinga á björgunarreglum sigll. 1963 155 3. Yfirlit yfir helstu breytingar frá reglum sigll. 1963 156 4. Björgunarhugtakið ..............................................158 5. Sérregla um „litla" liættu..................................... 159 5.1. Efnisskipan 165. gr. sigll................................ 159 5.2. Efni sérreglunnar ........................................ 160 5.3. Gildissvið sérreglunnar................................... 160 5.4. Rök fyrir sérreglunni .................................... 161 6. Skipting björgunarlauna........................................ 163 7. Lokaorð ....................................................... 165 1. LAGAHEIMILDIR UM BJÖRGUN Réglui’ varðandi björgun eru í þrennum íslenskum lögum: siglinga- lögum nr. 34/1985, lögum nr. 18/1976 um bátaábyrgðarfélög og lögum nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu Islands. Aðalbjörgunarreglurnar eru í siglingalögunum, nánar tiltekið í 8. kafla þeirra (163.-170. gr.). Ákvæði sigll. nr. 56/1914 og sigll. nr. 66/1963 um björgun voru í sam- ræmi við önnur norræn siglingalög og alþjóðasamning, er gerður var í Briissel 23. september 1910. Meira en 40 ríki eru aðilar að samningnum, en Island er ekki meðal þeirra. Helstu siglingaþj óðir heims haga lögum sínum eftir alþjóðasamningnum og eru því björgunarreglur þeirra í að- alatriðum eins. Á 7. áratugnum breyttu grannríki okkar á Norðurlöndum reglum siglingalága um skiptingu björgunarlauna o.fl., en samkvæmt Briissel- samningnum um björgun er aðildarríkjum í sjálfsvald sett, hvernig þau haga lagareglum sínum um skiptingu björgunarlauna. Við sama tæki- færi var björgunarhugtakið rýmkað. Var rýmkunin talin vera í betra 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.