Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 18
Það nýmæli er ennfremur í 1. mgr. 169. gr., að af óskiptum björgun- arlaunum skal greiða aukaþóknun, sem kann að vera ákveðin í sérstök- um tilvikum til manna, er hafa skarað fram úr við björgunarstörf, sbr. nýja lagaheimild í 3. mgr. 169. gr. Eftir sigll. 1963 áttu allir skipverjar rétt til hlutdeildar í björgun- arlaunum. Að norrænni fyrirmynd er rétturinn nú eingöngu bundinn við skipstjóra og hina „eiginlegu skipshöfn." 1 grg. með frv. segir, að með hinni „eiginlegu skipshöfn" sé einungis átt við þá skipverja, sem skipstjóri eða útgerðarmaður hefur ráðið á skip til þeirra skipsstarfa, sem nauðsynleg eru til rekstrar skipsins. Ákvæðið taki hins vegar ekki til manna, sem ráðnir séu á skip til annarra starfa, svo sem þjónustu- fólks, sem eingöngu þjónar farþegum á farþegaskipi eða hljómlistar- manna, sem skemmta farþegum (Alþt. 1984 A, bls. 1045-1046.) Þjón- ustufólk og aðrir, sem vinna svipuð störf, geta reyndar, þrátt fyrir orð grg., verið nauðsynlegir til rekstrar skipsins, en slíkir skipverjar hafa annars staðar á Norðurlöndum verið taldir utan hinnar eiginlegu skips- hafnar. Skipverjar þessir geta hins vegar átt sjálfstæðan rétt til björg- unarlauna (eins og t.d. farþegar og björgunarmenn í landi) samkvæmt 1. mgr. 164. gr. sigll. I 2. mgr. 169. gr. eru nokkur ákvæði, sem ekki voru í sigll. 1963 og ekki hefur verið minnst á áður, t.d. um að hlutur skipstjóra skuli aldrei vera minni en tvöfaldur hlutur þess skipverja, sem hæst björgunarlaun fær. Einnig er þar nýtt sérákvæði um rétt leiðsögumanns til hlutar í bj örgunarlaunum. I 3. mgr. 169. gr. er, sem fyrr segir, ný heimild þess efnis, að veita má sérstaka aukaþóknun til björgunarmanns, sem hefur skarað fram úr við björgunarstörf, t.d. náð þar sérstaklega ríkum árangri eða stofnað sér í hættu umfram aðra. Hliðstæð regla er 2. mgr. 12. gr. laga nr. 25/ 1967 um Landhelgisgæslu Islands. Loks er það nýmæli í 4. mgr. 169. gr„ að jafnskjótt og björgunar- laun hafa verið ákveðin með samningi eða endanlégum dómi, skal út- gerðarmaður senda hverj um þeim, sem á hlutdeild í laununum, tilkynn- ingu um fjárhæð þeirra og áætlun um skiptingu. Mótmæli gegn skipta- áætlun útgerðarmanns skulu hafa borist áður en einn mánuður er lið- inn frá því að tilkynning var send. Hér er ekki frekar en í lögum ann- arra Norðurlanda kveðið á um réttaráhrif þess, að skiptaáætlun er ekki mótmælt innan tilskilins frests. Hins vegar fyrnist krafa um björgunarlaun á tveim árum frá því að bj örgunarstarfi lauk, sbr. 1. tl. 215. gr. sigll. Krafa verður því að hafa komið fram innan tveggja ára frá lokum björgunarstarfs og skiptir ekki máli, hvort formleg mótmæli 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.