Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 19
samkvæmt 4. mgr. 169. gr. hafa komið fram (sbr. Innstilling II, bls. 13). Um slit fyrningar fer eftir almennum reglum. Þá hafa verið talin helstu nýmæli 169. gr., sem rakin verða til nor- rænna fyrirmynda. Nýtt séríslenskt efni er óverulegt. 1 síðasta málsl. 2. mgr. 169. gr. er gerð sú undantekning frá meginreglunni um skipt- ingu björgunarlauna, að á skipum, þar sem tekjur manna miðast hvorki við föst laun né tiltekinn hlut, skulu allir skipverjar eiga jafna hlutdeild í bj örgunarlaunum. I athugasemdum með frv. segir, að hér séu einkum hafðir í huga sjómenn á smábátum. Einnig er ný regla í síðasta málsl. 3. mgr. á þá lund, að lækka má eða fella niður hlutdeild í björgunarlaunum skipverja, sem án nægra ástæðna lætur hjá líða að hlýða réttmætum fyrirmælum yfirmanns síns um að taka þátt í björgun. Heppilegra hefði verið að hafa reglu þessa í sérstakri málsgrein í stað þess að skeyta henni við annað efni 3. mgr. Þótt samhljóða ákvæði séu ekki í siglingalögum annarra Norð- urlanda, fela þau í sér reglur, sem beita má um hliðstæð atvik, sjá t.d. 4. tl. 2. mgr. 229. gr. norsku sigll. (Um það ákvæði sjá Brækhus, bls. 100-101.) 7. LOKAORÐ Meginbreytingar, sem felast í nýju björgunarreglunum, eru tvíþætt- ar. Annars vegar eru reglurnar lagaðar að rétti annarra Norðurlanda með því að rýmka björgunarhugtakið og breyta reglum um skiptingu björgunarlauna. Hins vegar er siglt í aðra átt með því að búa til sér- staka reglu um minni bj örgunarlaun í sumum tilfellum. Rýmkun björgunarhugtaksins skiptir máli í öðrum efnum en hér hafa verið rædd. Réttur skipverja til hluta í launum fyrir veitta hjálp er bundinn því, að um björgun sé að ræða. Skipverjar eiga ekki lögákveð- inn rétt til hluta í þóknun fyrir aðstoð. Einnig eru kröfur um björgun- arlaun tryggðar með sjóveðrétti, sbr. 197. og 204. gr. sigll. Svo er ekki um kröfur vegna hjálpar, sem einungis er metin aðstoð. Þó að hugtakið björgun sé nú formlega rýmkað, má búast við, að sérreglan um björgun úr „lítilli" hættu valdi því, að fyrir ýmis (og e.t. v. mörg) tilvik, sem töldust björgun eftir eldra rétti, verði greitt með minni björgunarlaunum en áður var. Að öðru leyti er erfitt að átta sig á því, hver áhrif breytingarnar hafi í heild á laun fjrrir björgunarstörf. Við nána athugun virðast breytingarnar vera ósamrýmanlegar. I at- hugasemdum með frv. til sigll. er hvergi skýrt, hvernig það fari saman að beita hinu rýmra björgunarhugtaki og sérreglunni um björgun úr 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.