Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 22
Viðar Már Matthíasson hdl.:
UM BREYTINGAR Á III. KAFLA
SAMNINGALAGA NR. 7/1936
EFNISYFIRLIT
1. Inngangur .................................................... 168
2. Gildissvið hinnar nýju reglu 36. gr. laga nr. 7/1936 ......... 170
3. Efni 36. gr. laga nr. 7/1936 ................................. 172
3.1. Hliðrunarregla........................................... 172
3.2. Ógildingarregla.......................................... 174
4. Orðalagið „ósanngjamt eða andstætt góðri viðskiptavenju" 175
4.1. Orðnotkun................................................ 175
4.2. Hvenær kemur helzt til álita að beita 36. gr.?.......... 177
4.3. Önnur tilvik ............................................ 182
4.4. Dæmi um þýðingu 36. gr................................... 182
4.5. „Andstætt góðri viðskiptavenju".......................... 183
5. Aðrir löggerningar ........................................... 183
6. Um 2. mgr. 36. gr. 1. nr. 7/1936 ............................. 183
6.1. Almennt ................................................. 183
6.2. Efni saminga ............................................ 183
6.3. Staða samningsaðilja .................................... 183
6.4. Atvik við samningsgerð................................... 185
6.5. Atvik sem síðar komu til................................. 186
7. Gildistaka — afturvirkni...................................... 188
8. Dómaframkvæmd i Danmörku eftir breytingu á 36. gr.
samningalaganna .............................................. 189
9. Dómareifanir ................................................. 190
1. INNGANGUR.1)
Með lögum nr. 11 frá 30. apríl 1986, sem tóku gildi 1. maí s.á., voru
gerðar breytingar á III. kafla laga nr. 7/1936, um samningsgerð, um-
1) Grein þessi er að stofni til erindi, sem höfundur flutti um frumvarp til laga um breyt-
ingar á samningalögum nr. 7/1936, á fundi í Lögfræðingafélagi íslands hinn 14. apríl
1986. Frumvarpið er nú orðið að lögum nr. 11/1986. Við samantekt greinarinnar hefur
áðurnefnt erindi verið umskrifað og verulega við það aukið, einkum að því er varðar
umfjöllun um dómaframkvæmd, en einnig um önnur atriði. Greinin er nánast fram-
hald af grein Þorgeirs Örlygssonar, borgardómara, um „Lögfesting almennrar ógildingar-
reglu í III. kafla laga nr. 7/1936“, sem birtist í síðasta hefti tímaritsins, þ.e. 2. hefti 1986,
bls. 85-113, en á áðurnefndum fundi fltttti Þorgeir Örlygsson einnig erindi um efnið.
168