Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 30
er almennt sanngirnismat vafalaust breytilég't frá einum tíma til ann- ars, rétt eins og hið almenna heiðarleikamat.21) Þrátt fyrir þá staðreynd, að hugtök þessi eru óskýr, hafa þau verið grundvallarþáttur í ýmsum mikilvægum lagaákvæðum, og það er at- hyglisvert, að það virðist ekki sjáanlega hafa vafist fyrir dómstólum að beita þessum lagaákvæðum. Gildir hér einu, hvort átt er við orðið „ósanngjarn“ eða „óheiðarlegur“. Þannig má benda á ákvæði 5. og 6. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjár- kaup, en 5. grein þeirra laga hljóðar svo: „Nú eru kaup gerð, en ekkert fastákveðið um hæð kaupverðsins, og ber þá kaupanda að greiða það verð, sem seljandi heimtar, ef eigi verður að telja það ósanngjarnt“. Þessari reglu hafa dómstólar beitt um lausafjárkaup, sbr. t.d. HRD XXXII (1961), bls. 98 og sératkvæði í HRD XLVI (1975), bls. 251. Reglan hefur verið talin fela í sér meginreglu og hefur í mörgum dómum verið beitt um tilvik, sem lög nr. 39/1922 taka ekki beinlínis til, samkvæmt 1. og 2. gr. þeirra laga. Má sem dæmi nefna, að reglunni hefur verið beitt efnislega í fasteignakaupum, sbr. liéraðsdóminn í HRD XXXVI (1965), bls. 169 (191), og um leigusamninga, sbr. HRD XII (1941), bls. 30. Síðari dómurinn fjallaði um geymslugjald fyrir mjöl í vörugeymslu. I dómi Hæstaréttar í því máli segir svo um þetta atriði: „Ber því að ákveða geymslugjaldið eftir því, sem sanngjarnt þykir, sbr. 5. gr. laga nr. 39/1922“. I HRD XXXII (1961), bls. 261 er 5. gr. laga nr. 39/1922 beitt „sbr. lögjöfnun”, og í HRD XXXIV (1963), bls. 276 er vísað til meginreglu 5. gr. laga nr. 39/1922, en báðir þessir dómar taka til ákvörðunar endurgjalds fyrir leigu. Þá hefur ákvæði 5. gr. 1. nr. 39/1922 margsinnis verið beitt við úrlausn ágreinings um verklaun á grundvelli verksamninga. Má sem dæmi nefna HRD XXXVII (1966), bls. 827, en þar var deilt um verklaun fyrir innréttingasmíði og uppsetningu þeirra. 1 dómi Hæstaréttar segir svo um þetta atriði: „Eigi er sannað, að aðiljar hafi samið um, hvernig endurgjald fyrir smíðina skyldi greiða. Samkvæmt meginreglu 5. gr. laga nr. 39/1922, ber aðal- áfrýjanda því gjald fyrir smíðina, sem sanngjarnt má telja“. I dóm- unum HRD XL (1969), bls. 335 og bls 1135 er „grunnrökum" 5. gr. 1. nr. 39/1922 beitt um greiðslur til handa verktaka. Því má með gildum rökum halda fram, að í 5. gr. 1. nr. 39/1922 felist meginregla, sem dómstólar beita almennt um ágreining á sviði einka- réttar um endurgjald fyrir seldan hlut, leigu, vinnu eða aðra þjónustu. 21) Sjá Henry Ussing: Aftaler, bls. 172. 176

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.