Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 38
hinnar almennu ógildingarreglu í Skandinavíu var sá, að treysta þyrfti réttarstöðu neytenda og annarra, sem ætla má, að hafi lakari stöðu í samningssambandinu.28) Þetta er einnig ein af ástæðum þess, að ráðizt var í setningu lága nr. 11/1986.20) Með orðunum „stöðu samningsað- ilja“ er almennt ekki átt við fjárhagslega stöðu, enda breytir 36. gr. ekki þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar, að féleysi manns eitt sér leysir hann ekki undan efndaskyldu.30) Það sem fyrst og fremst er átt við með hinum tilgreindu orðum er það, hvort viðkomandi er tal- inn „neytandi“ í samningssambandinu, þ.e. ætlar að hafa samnings- andlagið til persónulegra þarfa eða fyrir sína nánustu, eða „fyrir- tæki“, þ.e. aðili, sem hefur atvinnu af því að ráðstafa með löggerningi því samningsandlagi, sem réttarsambandið tekur til.31) Lögin eru hins vegar ekki einskorðuð við tilvik, þar sem þessir aðiljar eiga í hlut. Lög- unum verður tæpast beitt, nema forsaga þeirra og tilgangur sé hafður í huga. Spurningin er því sú, hvort dómstólar muni síður beita regl- unni, ef tvö „fyrirtæki“ deila en ef í hlut á „fyrirtæki" og „neytandi". Hæstaréttardómur í UFR 1982, bls. 176 og (UFR 1982, bls. 179, f jögur mál) gefur e.t.v. vísbendingu um þetta. Jafnframt má benda á sænskan hæstaréttardóm í NJA 1979, bls. 482. Málavextir voru þeir, að stórt iðnfyrirtæki seldi öðru (minna) fyrirtæki hluti (tölvur) í benzíndælur. Hlutir þessir reyndust haldnir alvarlegum göllum og var ekki hægt að bæta úr þeim. Kaupandi krafðist skaðabóta, en seljandi benti á ákvæði í stöðluðum samningi, sem söluskilmálar byggðust á, en samkvæmt þeim var hann undanþeginn ábyrgð á „óbeinu tjóni“, en um það eitt var deilt í málinu. I dóminum var bent á, að ákvæði það, sem um ræðir, hefði verið samþykkt bæði af seljanda og kaupanda, og það hefði verulega þýðingu fyrir samningsaðilj a að geta metið fyrirfram hugsanlega bóta- skyldu og þar með fjárhagslega áhættu af því að framleiða og selja háþróaðar iðnaðarvörur. Með hliðsjón af því, að aðiljar höfðu haft við- skipti sín á milli í langan tíma og þeim hefði verið það báðum mikið í mun að taka í notkun hluti þá, sem um var að ræða og var ný fram- leiðsla, komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að sú ábyrgðarskipting, sem samningsskilmálarnir gerðu ráð fyrir, væri ekki ósanngjörn og því ekki andstæð 36. gr. sænsku samningalaganna. Ef til vill segja þessir dómar ekki mikið, en þó má draga þær ályktanir 28) Sbr. Stig Jbrgensen: Forel0big redeg0relse over formuerettens generalklausuler, bls. 19, SOU 1974: 83, bls. 25-29 og NOU 1979: 32, bls. 39. 29) Greinargerðin, bls. 13. 30) Sjá nánar um þetta: Þorgeir Örlygsson, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 106-107. 31) Sjá Kristen Andersen: Angrefristlov og forbrukerkjöp, bls. 23 og áfr. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.