Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 42
lengden klamre oss til fiksjonen om at kroner er kroner?
Her er det min tanke ikke riktig faller til ro.
La oss gjore det tankeeksperiment at to private parter i dag slutt-
et den avtale at A skulle leie B’s eiendom mot et vederlag hvis
verdi A selv fastsatte, og tilmed slik at A hadde oppsigelsesrett
og ikke B. Jeg tror man ville reagere mot avtalen.
Jeg er fullt klar over at sammenligningen halter. Men jeg tror den
har sin verdi allikevel.
Jeg er ogsá fullt klar over at de som handlet pá statens vegne da
avtalen av 1884 ble inngátt, ikke hadde noen grunn til á regne med
at vilkárene skulle bli urimelige overfor den annen part. Men gir
ikke det et visst holdepunkt for den betraktning at avtalen bor
kunne revideres nár den mot bégge parters formodning blir urime-
lig?<<35)
Nú er því að vísu ekki haldið fram hér, að íslenzkir dómstólar hefðu
endilega dæmt á sama veg. Má raunar segja, að niðurstaðan í HRD
XXVI (1955), bls. 691 bendi til hins gagnstæða. Engu að síður má með
fullum rökum halda því fram, að nauðsyn sé á formlegri heimild í sett-
um lögum til að byggja slíkar niðurstöður á. Núgildandi regla 36. gr.
1. 7/1936 mætir m.a. þessari þörf.
Með því að 36. gr. má nú beita um tilvik, þar sem áður kom til álita
að beita reglum um afleiðingar forsendubrests, er eðlilegt að spurt
sé, hvort regla 36. gr. byggi út réglunum um brostnar forsendur. Víst
er, að reglan gerir það að hluta, en umdeilt er, hvort svo sé að öllu
leyti.36) Benda má á, að danskir dómstólar hafa eftir breytinguna á
36. gr. dönsku samningalaganna beitt réglum um brostnar forsendur,
ef þær hafa verið taldar eiga frekar við en regla 36. gr., sbr. dóm í UFR
1981, bls. 1070 (0.L.). íslenzkir dómstólar munu skera úr því, hver þró-
unin verður að þessu leyti í íslenzkum rétti.
7. GILDISTAKA — AFTURVIRKNI.
Lög nr. 11/1986 tóku gildi 1. maí 1986. Vafi kann að vera á því, hvort
eða hvernig beita á reglunni um langtímasamninga, sem gerðir eru fyr-
ir 1. maí 1986. Um þetta segir svo í athugasemdum, sem fylgdu frum-
varpi því, er síðar varð að lögum nr. 11/1986:
35) Carl Jacob Arnholm í 'I'I'R 1958, bls. 469.
36) Palle Bo Madsen: Aftalefunktioner, bls. 120-121.
188