Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Side 43
„Rétt er þó að hafa það í huga, að reglan heimilar dómstólum að taka tillit til aðstæðna, sem upp koma eftir gerð samnings, við mat á því, hvort sanngjarnt er að bera hann fyrir sig. Það sýnist því öldungis óeðlilegt að einskorða heimildina til þess að taka til- lit til „atvika sem síðar komu til“ við þá samninga eina sem gerð- ir eru eftir gildistöku reglunnar. Væri þar um óeðlilega mismun- un að ræða, einkanlega þegar þess er gætt, að setning hinnar nýj u reglu skapar óhjákvæmilega óvissu um tilvist óskráðra réttar- reglna um brostnar forsendur. Rétt er einnig að benda á að í athugasemdum með norska frum- varpinu (NOU: 1979:32 bls. 49) er talið að beita megi reglunum um þessa samninga og að slíkt sé ekki andstætt 97. gr. norsku stjórnarskrárinnar um bann við afturvirkni laga. Á þessa skoð- un er fallist í umsögn norska dómsmálaráðuneytisins um frum- varpið (Ot.prp. nr. 5 bls. 43)“. Með hliðsjón af þessu má gera ráð fyrir, að dómstólar telji sér heim- ilt að beita reglu 36. gr. um samninga, sem gerðir voru fyrir gildistöku laganna. Þetta verður að vera háð mati dómstóla hverju sinni. 8. DÓMAFRAMKVÆMD f DANMÖRKU EFTIR BREYTINGU Á 36. GR. SAMNINGALAGANNA. Því hefur verið haldið fram,37) að lögfesting hinnar nýju ógilding- arreglu í 36. gr. 1. nr. 7/1936 myndi leiða til mikillar fjölgunar mála fyrir dómstólum. Ekki er hægt að slá þessu föstu með neinni vissu. Eðlilegt er að kanna reynslu annarra þjóða í þessu efni. Danir urðu fyrstir til að breyta sínum samningalögum að þessu leyti. Eg hef farið yfir registur í Ugeskrift for Retsvæsen árin 1977 til 1984, þ.e. 8 ár, og kannað, hversu oft komið hefur til álita að beita 36. gr. dönsku samn- ingalaganna, eins og henni var breytt árið 1975. Neðangreint yfirlit sýnir niðurstöður þessarar athugunar. 1977 1978 UFR 1977 bls. 306 (hafnað) UFR 1978 bls. 678 (samþykkt) — — — 798 (samþykkt) — — — 847 (samþykkt) — — - 809 (samþykkt) 37) Sjá Páll Sigurðsson: „Orð skulu standa" í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 122-123. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.