Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Page 55
3) Samkvæmt uppboðskilmálum þeim sem til grundvallar lágu voru bjóðendur ekki lengur bundnir við boð sín er farið var að hreyfa við málinu á ný upp úr miðjum janúar 1985. Um uppboðsskilmála er eink- um fjallað í 13., 22. og 25. gr. nul. Þar kemur m.a. fram að uppboðs- haldari semur frumvarp að uppboðsskilmálum. Allir aðilar uppboðs- málsins geta gert athugasemdir við þetta frumvarp en síðan tekur uppboðshaldari þær athugasemdir til úrlausnar og endanlegrar ákvörð- unar eftir reglum sem nánar er fjallað um í uppboðslögum og öðrum réttarfarslögum. Nú má spyrja hvort athafnir uppboðshaldara eftir 11. febr. 1985 sem enduðu með útgáfu uppboðsafsals til Jóns Oddssonar hafi ekki falið í sér breytingar á uppboðsskilmálunum. Með öðrum orð- um snýst spurningin hér um það hvort hugsanlégt sé að uppboðsskil- málarnir, þ.e. hér 14 dagar, (sbr. einnig 1. mgr. 19. gr. nul., þ.e. 3 vikur) feli í sér hámarkstíma sem uppboðsmál getur verið í meðferð án þess að boð sé samþykkt. Uppboðskilmálum verður venjulega alls ekki breytt eftir að þeir hafa einu sinni verið ákveðnir nema samþykki allra aðila uppboðsins liggi fyrir en því var ekki til að dreifa í þessu máli. Niðurstaða hæstaréttar um þetta atriði vekur margar spurningar. Getur uppboðshaldari t.d., eftir að umræddir frestir eru liðnir, farið að ráðskast með eignina og boðið hana hverjum sem er til sölu og það gegn mótmælum hagsmunaaðila ? Hversu lengi getur slíkt ástand var- að? Er t.d. hugsanlegt að uppboðshaldari geti beðið í eitt ár með það að taka afstöðu til boða en geti síðan hafist handa og selt eignina bjóð- endum eða öðrum gegn mótmælum uppboðsaðila? Miðað við málsástæð- ur áfrýjandans Bjarnars virðist eðlilegt að þetta atriði hefði verið reif- að nánar. Það var þó ekki gert. Áfrýjandi, Bjarnar Kristjánsson, hélt því fram í annan stað í máli þessu að uppboðshaldari hefði átt að hefja uppboðsþingið 29. nóv. 1984 þar sem engin krafa hefði komið fram um að eignin yrði slegin hæstbjóðanda. Var vísað í 2. mgr. 28. gr. nul. í því sambandi. Um þetta sagði hæstiréttur: „Málsástæða þessi varðar framkvæmd uppboðsins sem eigi hefur verið áfrýjað, sem fyrr ségir, en auk þess verður að líta svo á að krafa um uppboð á eign feli í sér kröfu um að eignin verði seld ef fullnægjandi boð fæst. Ákvæði 2. mgr. 28. gr. laga nr. 57/1949 á einungis við ef svo stendur á sem í 1. mgr. þeirrar greinar segir.“ Til skýringar er rétt að rekja efni 28. gr. nul. 1. mgr. hljóðar svo: „Nú fæst ekkert boð í eign eða svo lágt boð, að enginn þeirra, er í 1. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.