Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 64

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1986, Qupperneq 64
Fyrir nokkrum árum var á vegum félagsins útbúinn sérstakur listi yfir lög- menn, sem vildu taka að sér opinber mál og sinna bakvöktum hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins (RLR). Voru upphaflega um 25 lögmenn á þessum lista. Hins vegar brá svo við, að margir heltust fljótlega úr lestinni og fáir nýir komu í staðinn. Var svo komið haustið 1985, að einungis 5-6 lögmenn voru eftir á listanum og reyndist því ekki unnt að sinna bakvöktum að neinu marki. Sjálf- sagt var helsta ástæða þessa áhugaleysis lögmanna sú, að þóknun fyrir störf af þessu tagi hefur iðulega verið of lág. M.a. af þessu tilefni áttu formaður og varaformaður fund með yfirsakadómara, þar sem sjónarmiðum lögmanna var komið á framfæri. í framhaldi af þessum viðræðum var ákveðið að gera tilraun til að koma bakvaktaþjónustunni í lag. Hefur verið útþúinn nýr iisti yfir lögmenn, sem sinna þakvöktum hjá RLR, eina viku í senn. Eru tæplega 30 lögmenn á þessum lista nú, þannig að hver lögmaður ætti ekki að þurfa að vera nema 2 vikur á bakvakt á ári. Á starfsárinu var kannað hjá tryggingarfélögum, hvort boðið væri upp á ábyrgðartryggingar fyrir starfandi lögmenn og, ef svo væri, með hvaða skil- málum og kjörum. Aðeins eitt félag hefur enn sem komið er látið útbúa skil- mála fyrir ábyrgðartryggingu af þessu tagi, en 2 félög til viðbótar virtust vilja taka að sér slíka tryggingu, ef eftir því væri leitað. önnur félög bjóða ekki upp á ábyrgðartryggingar fyrir lögmenn, en sum þeirra eru að láta athuga möguleika á slíku hjá erlendum endurtryggjendum. Hjá þeim félögum, þar sem nú er hægt að fá ábyrgðartryggingar, myndi iðgjald nema um 20-30 þús- und kr. á ári miðað við vátryggingarfjárhæð 3-4 milljónir króna með einhverri sjálfsábyrgð. Svo virðist sem hóptrygging myndi ekki leiða til lækkunar ið- gjalds að neinu marki. Kom fram, að við ákvörðun iðgjalds hverju sinni yrði reynt að afla upplýsinga um rekstur viðkomandi lögmanns og iðgjald síðan ákveðið m.a. með hliðsjón af hugsanlegri áhættu af rekstrinum. Meðal lög- manna með sams konar tryggingu gæti iðgjald því orðið nokkuð mismunandi og rekstur sumra lögmanna talinn vera áhættusamari en annarra. Niðurstöð- ur þessarar athugunar hafa verið kynntar lögmönnum og þeim bent á þá möguleika, sem til staðar eru á þessu sviði. Fastanefndir félagsins, þ.e. kjaranefnd, laganefnd og gjaldskrárnefnd, störf- uðu reglulega eins og áður. Þá kom stiórn námssjóðs nokkrum sinnum saman til að sinna umsóknum um styrki úr sjóðnum. Hér að framan hefur í stórum dráttum verið gerð grein fyrir starfsemi félags- ins á siðasta starfsári. Þar að auki hafði félagið afskipti af ýmsum málaflokk- um, sem ekki er talin ástæða til að rekja á þessum vettvangi. Þá bárust félag- inu fjölmörg erindi til ýmiss konar fyrirgreiðslu bæði frá innlendum og er- lendum aðilum. Úr stjórn gengu Jón Steinar Gunnnlaugsson hrl., Páll A. Pálsson hrl. og Eiríkur Tómasson hrl. Formaður var kjörinn Sveinn Snorrason hrl. Auk for- manns eiga nú sæti f stjórninni Hákon Árnason hrl., varaformaður, Gestur Jónsson hrl., gjaldkeri, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., ritari, og Björgvin Þorsteinsson hrl., meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri er Hafþór Ingi Jóns- son hdl. Hafþór Ingi Jónsson 210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.