Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 8
Rousseaus og Lockes fóru saman að þessum punkti. En síðan tóku þeir mismunandi stefnur. Rousseau dró þá ályktun að meirihluti manna ætti að hafa ótakmarkað vald yfir minnihlutanum á hverjum tíma, þó þannig að vilji meirihlutans yrði að birtast í almennum reglum, þ.e. a.s. lagareglum. Locke taldi hins vegar, að valdi meirihlutans væru takmörk sett. Samfélagssamningurinn væri þeirri forsendu bundinn að valdhafar (meirihluti manna) gengju ekki á meðfædd réttindi ein- staklinga til að ráða sér sjálfir í vissum grundvallaratriðum. Ástæða þess að einstaklingar tækju höndum saman og fengju valdhöfum vald í hendur væri sú, að þannig fengist skilvirkari vörn fyrir hin náttúru- legu réttindi manna en hver og einn næði að tryggja sér sjálfur. Stjórnarskrárnar, sem til urðu í Evrópu á 19. öldinni og síðan hafa staðizt tímans tönn, voru byggðar á þessari síðari útfærslu fullveldis- hugmyndarinnar. Þjóðirnar skulu hafa sjálfsákvörðunarrétt inn á við og út á við. Rétturinn til ákvarðanatöku inn á við skal þó vera tak- markaður af einstaklingsbundnum réttindum, mannréttindum, sem valdhöfum á hverjum tíma er óheimilt að skerða. Að vísu njóta þessi réttindi aðeins formlegrar verndar í mannanna eigin verki, stjórnar- skránni, sem unnt er að breyta. Heimspekikenningar segja þó sumar að viss grundvallarréttindi séu til staðar, hvað sem líður stjórnar- skrárvernd þeirra. Slíkum kenningum, hversu „réttar“ sem þær kunna að vera, verður þó ekkert frekar sinnt hér, enda felst hin raunhæfa lagalega vernd í því að kveðið er berum orðum á um vernd réttindanna í stjórnarskrá, sem æðri er lögum, þ.e.a.s. verður ekki breytt jafn auðveldlega og lögum. Jón Steinar Gunnlaugsson er fæddur 27. sept. 1947. Hann lauk lagaprófi í september 1973. Hefur kennt fjármálarétt við lagadeild Háskóla Islands sem stundakennari og um skeið sem settur dósent. Héraðsdómslögmaður frá 27. febrúar 1975 og hæstaréttarlögmaður frá 21. maí 1980. Formaður Lögmannafélags íslands 1983—1986. 138

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.