Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 9
KENNINGIN UM GREININGU RlKISVALDSINS Það eru ekki bara stjórnarskrárreglurnar uni mannréttindi sem hafa að leiðarljósi hugsjón um að vernda borgarana fyrir ríkisvald- inu og misbeitingu þess. Þar kemur líka við sögu kenningin um grein- ingu ríkisvaldsins, sem ótvírætt birtist í stjórnarskrá okkar og ann- arra skyldra ríkja, þó þar séu margs konar frávik frá kenningunni í sinni hreinustu mynd. Þessa hugmynd má rekja til franska heim- spekingsins Mentesquieu og verk hans um ,,anda laganna“ („De 1’ Espirit des Lois“) sem út kom árið 1748. Montesquieu segir það vera eilíflega svo, að sá sem hafi vald, hafi tilhneigingu til að misnota það. Og til þess að koma í veg fyrir misnotkun valds sé nauðsynlegt að koma á þeirri skipan að vald stöðvi vald. Með vísan til þessara kenn- inga greinum við ríkisvald í þrennt, löggjafar-, framkvæmda og dóms- vald, og ráðgerum að þessir valdaþættir séu ekki fengnir sömu aðilum í hendur. Frávik frá þessu fyrirkomulagi felst að vísu í stjórnskipunar- reglum okkar, t.d. í þingræðisreglunni sjálfri. Þó er ljóst að hugmynd- in er við lýði. M.a. birtist hún í því að gert er ráð fyrir að til skuli vera í landinu dómarar, sem ekki hafa að auki umboðsstörf á hendi.2) HVAÐ STYÐUR ANNAÐ Þegar á heildina er litið er ljóst, að stjórnarskrá okkar gerir ráð fyrir því, að ríkisvaldið sé sótt til þjóðarinnar sjálfrar og þjóðin ráði sjálf málefnum sínum inn á við og út á við. Síðan eru gerðar ráðstaf- anir til að vernda sérstök persónubundin réttindi manna fyrir vald- höfum á hverjum tíma, svo og til að vernda borgara fyrir of mikilli valdsöfnun á fárra hendur og þeirri misbeitingu sem af því kann að leiða. Við sjáum líka að þau viðhorf, sem þannig móta stjórnarskrá okkar, mynda órofa heild. Þar styður hvað annað. Við segjum stund- um, þegar við viljum orða flókið samspil reglnanna á einfaldan en ómarkvissan hátt, að reglurnar séu sóttar í eina stóra hugsjón, lýð- ræðishugsjón. Auðvitað er stjórnskipun okkar byggð á pólitískum sjónarmiðum. Menn getur greint á um þau í stóru eða smáu. Það breytir ekki hinu að þessi sjónarmið hafa orðið ofan á í samfélagi okkar og þeim verið veitt sérstök vernd. Að því er varðar t.d. stjórnar- skrárákvæðin um mannréttindi verður það fyrst og fremst hlutverk dómstóla að skýra þau með eðlilegum lögskýringaraðferðum, þar sem 2) Sjá 61. gr. stjórnarskrárinnar. 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.