Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 10
það skiptir meginmáli að litið sé til tilgangs ákvæðanna að efni til og svo einnig þess formlega tilgangs, að þau voru gagngert sett til að vernda gegn óréttmætri íhlutun valdhafa hvers tíma. ER ÞÖRF FYRIR MANNRÉTTINDAÁKVÆÐI? Stundum heyrðist því fleygt, að í svonefndum vestrænum lýðræðis- ríkjum, þ.m.t. Islandi, sé ekki mikil þörf fyrir sérstök stjórnarskrár- vernduð lagaákvæði um mannréttindi. Mannréttindahugsjón sé svo djúpt greypt í vitund þjóðarinnar, að engin hætta sé á að löggjafi og stjórnvöld breyti andstætt henni í einstökum málum. Ég held að þetta sé misskilningur. Að vísu búa flestar þessara þjóða sjálfsagt við betri kost í þessum efnum en þekkist víða annars staðar og þekkst hefur í gegnum tíðina. Einkum má telja ólíklegt að margs konar ofsóknir gegn líkama og frelsi, sem þekkjast því miður allt of vel um víða ver- öldina, gætu á skömmum tíma orðið ofan á hér á landi, þótt ekki væri til að dreifa stjórnarskrárbundnum reglum um mannréttindi. Ég held þó að gamla reglan um valdið sem spillir eigi ekkert síður við nú og hér en á öðrum tímum annars staðar í heiminum. Svo er annað. Mönnum, jafnt stj órnmálamönnum sem öðrum, hætt- ir til að gleyma grunnreglum, sem þeir í sjálfum sér vilja halda í heiðri, þegar á þær reynir í einstökum málum. Franski rithöfundur- inn Voltaire mælti einhverju sinni á þessa lund: „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég vildi gefa á mér hægri handlegginn fyrir rétt þinn til að láta þær í ljós.“ Ég held að þrátt fyrir meint grunnviðhorf nútíma- manna séu fáir, sem ótilknúnir myndu lifa eftir því göfuga lífsvið- horfi, sem birtist í þessum orðum. Ég hef sjálfur á öðrum vettvangi nefnt eftirfarandi dæmi af ís- lenzkum alþingismönnum sem sýnir hversu hætt er við að menn brjóti gegh sínum eigin meginviðhorfum, þegar þeir eru ekki sérstaklega að hugsa um þau og eru ekki formlega skuldbundnir til að virða þau. Á Alþingi 1982—1983 flutti þáverandi forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, frumvarp að nýrri stjórnarskrá.3) Þetta frumvarp var samið af svonefndri stj órnarskrárnefnd, en í henni áttu sæti fulltrúar allra stjómmálaflokka. I frumvarpinu var m.a. lögð til gagnger breyt- ing á prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (72. gr.), með því að ekki var ráðgert að tjáningarfrelsi skyldi vera bundið við prent svo sem nú er skv. texta ákvæðisins. Hljóðaði viðkomandi frumvarpsgrein þannig: 3) Alþingistíðindi 1982—1983, A-deild, þskj. 537. 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.