Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 11
„Virða ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoð- un og aðrar tálmanir á tjáningarferlsi má aldrei í lög leiða.“ I nefndinni, sem samdi frumvarpið, var enginn ágreiningur um að víkka tjáningarfrelsið með þessum hætti og banna ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi án tillits til tjáningarhátta. Má telja víst að meðal alþingismanna úr öllum stjórnmálaflokkum hafi verið ríkj- andi sú afstaða að vilja gera þessa breytingu. Þetta breytti þó engu um að sama þing afgreiddi mótatkvæðalaust frumvarp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum. Varð það að lög- um nr. 33/1983. í þessum lögum fólst m.a. að ekki skyldu menn sýna, selja eða leigja kvikmyndir í landinu, nema þær væru áður skoðaðar af starfsmönnum íslenzka ríkisins sem leggja skyldu mat á sýningar- hæfni kvikmynda. Þetta gilti um allar kvikmyndir, hvort heldur þær væru á venjulegum kvikmyndaspólum eða svokölluðum myndböndum. Það var m.ö.o. lögleidd ritskoðun á allar kvikmyndir í landinu. Enginn alþingismanna virtist setja þetta frumvarp í samband við stjórnar- skrárfrumvarpið, sem allir virtust sammála um og fól í sér bann við allri ritskoðun. Af þessum hugleiðingum verður sú ályktun dregin, að mjög sé nauð- synlegt að mannréttindi séu vernduð með almennum reglum í stjórnar- skránni sjálfri. Annars sé hætt við að menn sjái ekki skóginn fyrir trjánum, þegar upp koma einstök mál sem oft eru uppblásin baráttu- mál. Þar að auki er skráning reglnanna veigamikill þáttur í því að unnt sé að ákveða efni þeirra með þeim hætti að virkri réttarvörzlu verði haldið uppi. LANGTlMA- OG SKAMMTÍMASJÓNARMIÐ Þegar grannt er skoðað, má með sanni segja, að með mannréttinda- ákvæðum sé verið að vernda grundvallarréttindi, sem talin eru eiga að njóta verndar til frambúðar, eða a.m.k. þar til þjóðin með formlega réttum hætti afnemur verndina eða breytir henni. Réttindin eru ekki sízt vernduð gegn skammtímasjónarmiðum, þ.e.a.s. þeirri tilhneigingu valdhafa að ganga á þau til lausnar á aðsteðjandi vanda hverju sinni. Reynslan sýnir líka að löggjafi hefur tilhneigingu, a.m.k. á vissum sviðum, til að ganga æ lengra á þau réttindi, sem vikið er að í ákvæð- unum. Glögg dæmi um þetta má finna í þróun lagaákvæða um skatt- lagningu, bæði að því er varðar heimild löggjafa til að framselja skatt- 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.