Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 12
lagningarvald og einnig að því er varðar þá jafnréttisreglu, sem talin er felast í eignarnámsákvæði 67. gr. stjórnarskrár. Hér skal haft í huga að regla 40. gr. stj.skr. um að löggjafinn skuli sjálfur taka ákvarðanir um að leggja á, breyta eða afnema skatta, er af sama toga og aðrar reglur sem hér er rætt um, þ.e. henni er ætlað að vernda borgarana gegn misbeitingu ríkisvalds. Á þessum sviðum er ávallt gengið lengra og lengra gegn verndinni. Sama má t.d. segja um vernd atvinnufrelsisins í 69. gr. stjórnarskrár. Með rétti má segja að sú vernd sé engin orðin, m.a. vegna þess að löggjafinn virðir hana ekki og dómstólar hafa ákveðið að skipta sér ekki af því. Ég sagði áður, að stjórnarskrárnar sem til urðu í Evrópu á 19. öldinni hefðu staðizt tímans tönn. Með því á ég við, að þær megin- hugmyndir, sem mótuðu þær og ég lýsti áður, eru enn í fullu gildi. Við viðurkennum enn fyrirvaralaust að ríkisvaldið stafi frá þjóðinni en samt sé nauðsynlegt að vernda viss grunnréttindi manna fyrir valdi ríkisins og þjóðina fyrir misbeitingu þess. Þessi viðhorf eru í fullu gildi enn í dag, þó að margt hafi vitaskuld breytzt í tímans rás. 1 dag er hættan á misbeitingu ríkisvalds einkum tengd ýmsum um- svifum á vegum ríkisins, sem ekki þekktust áður. Fullvíst má telja, að réttarvitund Islendinga stendur til þess að hafa í gildi stjórnar- skrárbundnar reglur, sem setja afskiptum ríkisvaldsins raunveruleg takmörk. Ef t.d. ætti að setja landinu nýja stjórnarskrá, er líklegt að veruleg viðleitni yrði til að auka vernd borgaranna fyrir ríkisvaldinu til muna frá því sem nú er, a.m.k. að láta verndina ná til fleiri þátta en hún gerir nú. Nægir í þessu efni að minna á skýrslu stjórnar- skrárnefndar frá 1983 og frumvarp Gunnars Thoroddsen, sem áður var nefnt. En við erum ekki hér að ræða um reglurnar eins og þær ættu að vera, heldur reglurnar eins og þær eru. Ég hef aðeins nefnt þessi atriði til að varpa Ijósi á það, að mönnum er óheimilt við lögskýringar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár að þynna út verndina, sem í þeim felst, með einhverri almennri tilvísan til þess, að þjóðfélagsþró- un á 20. öldinni mæli með slíkum lögskýringarviðhorfum. LÖGFRÆÐI OG PÓLITÍK Við lögskýringar dómstóla er oft og einatt fengizt við að skýra laga- ákvæði, er varða málefni sem pólitískur ágreiningur er um. Þegar dóm- stólar þurfa að skýra þau ákvæði stjórnarskrár, sem ætlað er að veita borgurum vernd fyrir misbeitingu ríkisvalds, er það oftast vegna þess að 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.