Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 23
ari skilgreiningu felst ekki nokkur krafa um að lög þurfi að fullnægja ákveðnum skilyrðum um innihald til að geta talist til eiginlegra laga. Náttúruréttarhugmyndir gera hins vegar ráð fyrir því að löggjafinn geti sett reglur sem brjóti svo í bága við náttúruleg réttindi manna að þau geti ekki með réttu talist lög. Lykilhugtakið í kenningum Austins er skipunin. Lögin eru það sem yfirvaldið skipar mönnum að gera, en sæta ella viðurlögum. Þannig er það vilji valdhafans hverju sinni sem ákvarðar hvað eru lög og hvað ekki.11 1 ritum þeirra manna sem Hágerström er að gagnrýna er megináherslan á lög sem einskonar opinberun á vilja ríkisvaldsins í víðustu merkingu þess orðs. En hvað er vilji valdhafans? Við þeirri spurningu eru að hans mati þrenns konarsvör: 1. Fyrsti möguleikinn er að skilgreina vilja ríkisins sem þær laga- reglur sem í gildi eru hverju sinni. En hér að framan voru þessar laga- reglur skilgreindar sem vilji ríkisins. Við erum því komin í hring og sitjum uppi með klifun sem segir það eitt að lögin séu þær lagareglur sem í gildi eru hverju sinni. Það verður því að leita á önnur mið.12 2. Annar möguleikinn að mati Hágerströms er sá að með vilja ríkis- ins sé átt við einhverskonar heildarvilja eða almennan vilja.13 Það getur að áliti Hágerströms aðeins merkt það sem allir vilja. Ef við hins vegar skoðum staðreyndirnar sjáum við að það verður ekki sagt um neitt af því sem telst til gildandi laga að allir vilji þau. Það væri t.d. trauðla sannleikanum samkvæmt að segja að afbrotamaðurinn vildi að dómarinn dæmdi hann til refsingar. Það er því ekkert í raun- veruleikanum sem svarar til þess sem kallað er hinn almenni vilji eða heildarvilji. Þetta minnir á hugmyndir sumra náttúruréttarmanna, sem jafngildir því, að áliti Hágerströms, að um sé að ræða frumspeki- legan heilaspuna. 3. Til að forðast annað tveggja klifun eða frumspekilegan heila- spuna hlýtur pósitívistinn að setja jafnaðarmerki milli vilja ríkisins og skipana tiltekinna aðila. Þessir aðilar eru þeir sem hafa valdið, ein- ræðisherrann, dómarinn, löggj afarþingið eða aðrir. Hágerström bend- ir á að hvar sem við berum niður stöndum við frammi fyrir því að þessir aðilar eru sjálfir bundnir af lögum, t.d. stjórnarskrá, og vald þeirra til að hafa áhrif á efni laga takmarkast af slíkum reglum. Af JI f lmga Austins merkir yfirvald þann aðila í þjóðfélaginu (1) sem þorri þegnanna hlýðir (2) sem ekki lilýðir neinum öðrum. Sjá um pósitívisma t.d. Golding, M.: Philosoþliy of Law, N. J. 1975, s. 24 og áfram. J2 Inquiries, s. 18—20. 13 í ensku þýðingunni er talað um „collective will" eða „general will“. Sjá Inquiries, s. 20. 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.