Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 25
Gerum síðan ráð fyrir að ágreiningur þessi fari fyrir dómstóla. Sá sem tapar málinu verður þá sennilega þvingaður til að eftirláta hin- um landið. Ástæðan er þá sú að dómurinn hefur komist að þeirri niður- stöðu að rétturinn sé þess sem vinnur málið. Enn er gert ráð fyrir að rétturinn sé sjálfstætt fyrirbæri án tillits til þess hvort einhverjum hefur verið gefin skipun um að virða hann.18 Svipaða meðferð fær hugtakið ,,skylda“. Sem áður spyr Hágerström hverjar séu staðreyndirnar sem samsvara hugtakinu „skylda“. Hér sem fyrr eru tveir möguleikar til staðar. 1 fyrra tilfellinu er skylda skýrð sem boð um athöfn sem lögð er refsing (eða önnur viðurlög) við ef ekki er sinnt. Sem fyrr gagnrýnir Hágerström þessa útgáfu á þeirri forsendu að skyldan sé til staðar óháð því hvort menn eru látnir sæta viðurlögum fyrir óhlýðni eða ekki. Ennfremur er skyldan forsenda þess að viðui'lögunum verði beitt. Hún er því til óháð þeim.19 I síðara tilfellinu er samsvörun hugtaksins „skylda“ talin vera skip- un valdhafanna. Gallinn við þetta sjónarmið er að mati Hágerströms sá að maður getur verið skyldur til einhvers á þessai'i forsendu án til- lits til þess hvort honum hefur raunverulega verið skipað fyrir. Þetta er t.d. augljóst í refsirétti þegar mönnum dugir ekki að verja sig með því að hafa ekki vitað að tiltekin athöfn var bönnuð. í slíkum tilfell- um bera menn skyldur án þess að hafa í raun hugmynd um það. Þetta er að áliti Hágerströms afbökun á veruleikanum, því skipun sem ekki kemst til vitundai' þess sem á að hlýða henni er ekki skipun í þess orðs fyllstu merkingu.20 2.5. „Réttur“ og „skylda“ í skilningi Hágerströms Hér að framan hefur verið rætt allítarlega um gagnrýni Háger- ströms á pósitívisma. Þetta er nauðsynlegt af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi til að fá einhvern botn í kenningar Hágerströms sjálfs. 1 annan stað má segja að þessi gagnrýni sé lykillinn að skilningi á þýð- 18 Inquiries, s. 3. Hágerström tekur einnig til meðferðar á hliðstæðan hátt kröfuréttindi sem maður á á hendur öðrum manni. Gerum ráð fyrir að rétturinn sé reistur á vinnu- samningi, þannig að A eigi rétt á að B vinni fyrir hann tiltekið verk. Hverjar ertt stað- reyndirnar sem samsvara þessum rétti. Hér dugir ekki að vísa til verndar ríkisins vegna þess að í besta falli getur ríkið veitt atheina sinn til að þvinga B til að greiða A bætur er samsvari því tjóni sem hann varð fyrir vegna þess að verkið var ekki unnið. Ríkið getur þannig ekki tryggt efndir samningsins eftir efni sínu, heldur aðeins fé- bætur. Rétturinn sem reistur er á samningnum er þó forsenda slíkrar íhlutunar ríkis- valdsins. (Inquiries, s. 3—4). 19 Inquiries, s. 6—7. 20 Inquiries, s. 7—8. 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.