Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 28
um þetta atriði. Lætur nærri að hér séum við komin að einu erfiðasta atriðinu í heimspeki hans. Þessar hugleiðingar er aðallega að finna í ritgerð hans „Till frágan om den gállende ráttens begrepp“.24 Með skyldu telur Hágerström átt við geðshræringu, eða nánar til- tekið hvöt sem beinist að tiltekinni athöfn. Þessa hvöt kallar Háger- ström nauðhvöt.25 Menn finna sig nauðbeygða vegna þess að það sem ræður úrslitum er ekki frjálst val viðkomandi, heldur utanaðkomandi þættir. Við finnum fyrir þessum þrýstingi hvaða afstöðu sem við kunnum annars að hafa tekið til athafnarinnar. Skyldan felst sem sagt í nauðhvöt.20 Hágerström gerði sér hins vegar alveg ljóst að þetta dygði honum ekki til að skýra bindandi gildi laganna, en í því efni er skylduhugtakið nauðsynlegt. M.ö.o.: í hverju felst lagaskylda. Háger- ström telur að svarið við þessu felist í réttarskipuninni í heild, sem með öllum sínum boðum og bönnum og einokun á beitingu valds, beri einstaklingana ofurliði.27 Lagaboð hafa því hliðstæð sálræn áhrif við beinar skipanir. Menn sjá flestir hag sínum best borgið með því að hlýða þeim. 3. VILHELM LUNDSTEDT 2« Lundstedt reisir skoðanir sínar á sama þekkingarfræðilega grunn- inum og Hágerström. I vissum skilningi gerir hann lítið annað en að heimfæra niðurstöður Hágerströms upp á viðfangsefni lögfræðinnar. Hann veltir fyrir sér hvaða afleiðingar sá grunnur, sem Hágerström skapaði, hefur á réttarheimspeki. Það einkennir Lundstedt að hann er mikill ákafamaður og er töluvert niðri fyrir í skrifum sínum, og stund- 24 Hér er stuðst við enska þýðingu í Inquiries, „On the Question of tlie Notion of Law“, s. 56—250. Þar sem texti Hágerströms er ákaflega óaðgengilegur, svo að ekki sé meira sagt, er hér ennfremur stuðst við grein eftir C. D. Broad, þann sama og þýddi rit Hager- stiöms á enska tungu. Sjá „Hagerström’s account of Sense of Duty and certain allied Experiences”, Philosophy, The Journal of the Royal Institute of Philosophy, 26. bindi, nr. 97, apríl 1951. 25 Orðið „nauðhvöt" er hér notað sem þýðing á enska orðasambandinu „conative impulse". 26 Inquiries, s. 222. 27 Inquiries, s. 224. 28 Vilhelm Lundstedt (1882—1955), var mestan liluta starfsævi sinnar prófessor við laga- deild háskólans í Uppsölunt. Hann var undir miklum áhrifum frá Hágerström, sem hann hafði m.a. verið nemandi hjá. Helsta rit Lundstedts er Legal Thinking Revised, Uppsölum 1956. f þessu riti kemur fram það merkasta i framlagi Lundstedts til réttar- heimspekinnar. Það er rétt að taka fram að bókin er upphaflega rituð á ensku, enda taldi Lundstedt að með því fengju hugmyndir hans meiri útbreiðslu. Onnur rit sem rétt er að nefna eru Superstition or Rationality in Action for Peace?, London 1925, Obligationsbegreppet, Uppsölum 1929, Till Frágan om Rátten och Samhállet, Upp- sölum 1921. 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.