Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 30
legrar stöðu vegna þess hvernig réttarskipunin vinnur. Við vissar að- stæður getur einstaklingur, sem nýtur tiltekins réttar, gangsett réttar- skipunina og látið hana vinna til hagsbóta fyrir sig.31 Ástæðan fyrir því að einstaklingnum er þetta fært er ekki sú að hann eigi einhvern rétt sem stendur utan við réttarskipunina sjálfa, heldur aðeins vegna þess að ávallt þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi bregst réttarskip- unin þannig við. 3.3. Leiðarljós löggjafans og dómenda 1 framhaldi af þessu veltir Lundstedt því fyrir sér hvaða markmið löggjafinn og dómendur eiga að setja sér í störfum sínum. Hafnar hann því að þessir aðilar geti við úrlausn ágreiningsefna haft að leiðar- ljósi það sem þeir telja réttlæti. Ef þeir gerðu það þyrftu þeir að hafa hliðsjón af alls kyns atriðum sem venjulega eru ekki talin skipta máli. Lundstedt tekur sem dæmi fjárhag aðilja. Sérhver dómari með full- komlega heiðarlegar tilfinningar teldi það t.d. ósamboðið réttlætis- tilfinningu sinni að dæma fátækan verkamann með heilsulausa konu og mörg börn á framfæri sínu til að greiða vellauðugum piparsveini skaðabætur vegna skemmda á dýrmætum vasa, sem nærnu árslaunum þess fyrrnefnda. Þetta er vissulega öfgakennt dæmi, en taka má önn- ur sem Lundstedt telur raunhæfari. Er það t.d. réttlátt að dæma mann til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem hann veldur vegna þess að hann er haldinn taugasjúkdómi sem gerir honum erfitt að stjórna hreyfingum sínum. Ef atriði af þessu tagi yrðu tekin inn í myndina þýddi það að skaðabótaréttur eins og við þekkjum hann myndi ein- faldlega líða undir lok. Þá getum við gert okkur í hugarlund hvað myndi gerast ef svipuðum viðhorfum yrði beitt í refsirétti.32 Á hinn bóginn gerir Lundstedt sér grein fyrir því að réttlætiskennd almennings hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að festa lögin í sessi. Þetta merkir þó ekki endilega að hugmyndir um réttlæti hafi úrslitaáhrif á efni laganna, heldur mótar réttarskipunin í heild sið- ferðið að verulegu leyti. „Það eru lögin, þ.e. réttarskipunin í heild, sem tekur réttlætishugmyndir manna í þjónustu sína og mótar þær jafnframt á þann veg að hegðun fólks samræmist lögum“.33 Þannig telur Lund- stedt að refsilöggjöfin hafi í gegnum tíðina haft úrslitaáhrif við mótun á réttlætishugmyndum manna til samræmis við þarfir samfélagsins. Hér stöndum við frammi fyrir nokkrum vanda. Lögin sjálf veita 31 Legal Thinking Revised, s. 9 og 109—114. 32 Legal Thinking Revised, s. 59. 33 Legal Thinking Revised, s. 228—235 og 391. 160

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.