Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 33
sem lagður var af Hágerström og síðar Lundstedt. Hann hafnar nátt- úrurétti og pósitívisma með svipuðum rökum og þeir. Hann telur að þess- ar kenningar fái ekki staðist frammi fyrir staðreyndum tíma og rúms.41 I Law as a Fact bendir hann á að bæði náttúruréttur og pósitívismi reisi á þeirri grunnhugmynd að lögin séu viljastýrð með einum eða öðrum hætti. Þau séu opinberun á vilja æðra valds. 1 náttúruréttarkenningum er það oftast Guð sem er hin endanlega uppspretta laganna. I kenning- um pósitívista er það vilji æðsta valdhafans.42 Olivecrona telur sig geta boðið upp á þriðja valkostinn, sem sé laus við villu hinna tveggja. Það er ekki nauðsynlegt að ganga út frá því í upphafi að uppsprettu laganna sé að finna í vilja æðra valds. Við vitum það eitt, þegar við hefjum rannsókn okkar á eðli laga og réttar, að til er texti, sem er saminn af tilteknum aðilum í samfélaginu og opinberaður með ákveðn- um hætti og sem inniheldur tilteknar reglur um hegðun og að þessi texti kallast „lög“. Lögin eru þannig áþreifanleg staðreynd og þar hefjum við rannsókn okkar.43 4.2. Lögin sem staðreynd Upphafspunktur Olivecrona er „lögin sem staðreynd“. Þessi stað- reynd er: að út eru gefnar af tilteknum aðilum í þjóðfélaginu reglur sem við sammælumst um að kalla lög. Þetta er nákvæmlega fyrirbærið sem skoða þarf. Þetta fyrirbæri telur Olivecrona sig geta rannsakað með fullkomlega vísindalegum hætti. Næsta skref hans er að gera ná- kvæma grein fyrir því hvernig þessar reglur verða til. Ekki er ástæða til að fjalla ítarlega um það hér, enda felst í þeirri greinargerð aðeins lýsing á þeim reglum sem fara verður eftir við lagasetninguna. Af skiljanlegum ástæðum miðar hann greinargerð sína við sænskar stjórn- skipunarreglur. 4.3. Eðli lagareglna Tilgangurinn með því að semja og gefa út texta sem við köllum lög er að mati Olivecrona að hafa áhrif á hugsunarhátt fólks og þar með hegðun. Til að ná þessum tilgangi verður textinn að vera til þess fall- inn að skapa þessi áhrif. Til þess þarf lagareglan að innihalda tvo þætti. 41 Law as a Fact, einkum s. 135 og áfram. 42 Law as a Fact, s. 79—80. Kenningar sem byggja á því að lögin séu viljastýrð kallar Olivecrona „voluntaristic". Aðrar kenningar sem ekki byggja á slíku kallar hann til samræmis „non-voluntaristic“. 43 Law as a Fact, s. 84—85. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.