Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 37
3) Gagnrýni á skilning pósitívista á hugtökunum „réttur“, „skylda“
og öðrum réttarheimspekilegum hugtökum, þar sem því er hafnað að
þau vísi til raunverulegra aðstæðna í samfélagi manna. Að hinu leyt-
inu má segj a að í þessu endurspeglist best sá mismunur sem er á þeim.
4) Að síðustu deila þeir þeirri hugmynd að lögin gegni lykilhlut-
verki í því að móta hegðun manna (og jafnvel siðferðishugmyndir),
til samræmis við þarfir samfélagsins. Án laga og réttar væri mann-
legt samfélag óhugsandi.
Það sýnir ef til vill vel mikilvægi skandinavísku raunhyggjunnar að
í flestum þeim ritum sem fjalla um sögu réttarheimspekilegra hug-
mynda er sérstakur kafli helgaður henni. Mikilvægasta framlag henn-
ar er að sumra mati gagnrýni þeirra í kenningar pósitívista sem nefnd-
ir eru í lið 2 og 3 hér að framan.30 Sérstaklega er þá átt við Háger-
ström sem benti á að hugmynd þeirra um valdhafann og skipanir
hans sem grundvöll laga og réttar væru í raun meira og minna smit-
aðar af náttúruréttarkenningum. 1 stað eilífra og óumbreytanlegri rétt-
inda sem undirstöðu réttarins væri nú kominn valdhafi sem með skip-
unum sínum krefðist skilyrðislausar hlýðni að viðlögðum refsingum.
Þetta væri hugarburður með sama hætti og grunnreglur náttúrurétt-
arins. Ennfremur má hér nefna gagnrýni þeirra á viljakenningu pósi-
tívista, sem oftsinnis hefur verið nefnd. 51
Það fer ekki hjá því að yfirlitið hér að framan beri þess merki hvað
höfundur þessarar greinar telur sjálfur mikilvægast í kenningum
þeirra Hágerströms, Lundstedts og Olivecrona, enda segir það sig sjálft
að ýmislegt hefur orðið útundan. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni enn
sem komið er og er ástæðan sú að tilgangurinn með greininni var fyrst
og fremst kynning á þessum hugmyndum, en síður gagnrýnin um-
f j öllun.
Það má taka undir með þeim Hágerström, Lundstedt og Olivecrona
að gallinn við eldri kenningar í réttarhéimspeki er að þær virðast ekki
gefa raunsæja mynd af réttarskipuninni eins og fólk upplifir hana
frá degi til dags. Hins vegar reisa þeir kenningar sínar meira og
minna á því sem þeir telja viðtekin og almenn viðhorf til laga og
réttar. Dæmi um þetta er sú skoðun Hágerströms að menn hafi trúað
því að með ákveðnum orðum og athöfnum, sem helst megi líkja við
galdur, hafi þeir skapað eins konar vald sem þeir kalla rétt. Það eru
hugmyndir af þessu tagi sem ber að rannsaka ef menn vilja öðlast
50 Sjá t.d. í þessu sambandi W. Friedman: Legal Theory, 5. ed., New York 1967. s. 306.
51 Sjá t.d. Friedman: Legal Theory, s. 306.