Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 42
\í' vellvangi
Arnljótur Björnsson prófessor:
HÆSTARÉTTARDÓMUR 1S87, 587
Hvernig ber að haga frádrætti slysastryggingarfjár o. fl.
í skaðabótamáli, þegar sök er skipt?
I
Hásetinn Ó slasaðist við vinnu sína á fiskiskipinu Bryndísi, sem G
h/f gerði út. Ó var alllengi óvinnufær. Varanleg örorka hans vegna
slyssins var metin 25%. G h/f greiddi Ó laun í tiltekinn tíma eftir
slysið samkvæmt reglum kj arasamnings og sjómannalaga um kaup í
slysaforföllum (slysalaun). Auk þess fékk Ó bætur vegna slyssins frá
Tryggingastofnun ríkisins (sbr. 4. kafla laga nr. 67/1971 um almanna-
tryggingar), svo og vátryggingarbætur frá slysatryggingu sjómanna,
en um hana eru ákvæði í kjarasamningi og siglingalögum. Ó höfðaði
mál gegn G h/f og krafðist fébóta eftir reglum skaðabótaréttar. Úr-
slit málsins urðu þau í Hæstarétti, að G h/f var dæmt til að bæta Ó
tjónið að hálfu. Að þessum dómi stóðu þrír dómarar. Héraðsdómur
hafði hins vegar sýknað útgerðarmann og tveir af fimm dómendum
Hæstaréttar komust að sömu niðurstöðu.
Fjártjón Ó að frádregnum bótum frá Tryggingastofnun ríkisins
(99.500 kr.) var metið 1.230.000 kr. og bætur vegna miska 150.000 kr.
Hæstiréttur reiknar tjónið að öðru leyti þannig:
Bætur fyrir fjártjón (að frádregnum 99.500 kr.) . . 1.230.000 kr.
50% vegna eigin sakar tjónþola ................. 615.000 kr.
-r- slysalaun frá G h/f (53.000 kr.) og bætur frá 615.000 ki.
slysatryggingu sjómanna (79.500 kr.)............ 132.500 kr.
Bætur fyrir fjártjón alls .......................... 482.500 kr.
Miskabætur 50% af 150.000 kr........................ 75.000 kr.
Bætur alls (auk vaxta og málskostnaðar) ............ 557.500 kr.
172