Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 43
Hér á eftir verður fjallað um aðferð þá, sem meiri hluti Hæstaréttar beitir, þegar hann dregur frá skaðabótum greiðslur, sem Ó fékk áður frá útgerðarmanni og vátryggingarfélagi því, sem sjómenn á skipinu voru slysatryggðir hjá. Ekki verður rætt um önnur álitaefni í máli þessu, svo sem bótaskyldu eða ákvörðun fjárhæðar skaðabóta fyrir tímabundna og varanlega örorku. II Þegar tjónþoli, sem krefst skaðabóta á grundvelli almennra bóta- reglna, á sjálfur einhverja sök á slysi sínu, getur skipt miklu máli, hvort annars konar bætur eru dregnar frá metnu tjóni hans, áður en eða eftir að frádrætti vegna sakarskiptingar er beitt. Höfuðstóll bóta fyrir fjártjón Ó hefði orðið 548.750 kr. (í stað 482.500 kr.), ef slysalaun og bætur úr slysatryggingu sjómanna hefðu verið dregnar frá tjóni með sama hætti og bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. I H 1982, 1440 eru allar tryggingarbætur tjónþola (þ.ám. bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins) dregnar frá metnu tjóni, eftir að dregið hefur verið frá vegna sakarskiptingar. Leiddi sú aðferð til sýknu útgerðar- manns, en hann hefði verið dæmdur til að greiða tjónþola um 889.000 gkr. í skaðabætur (til viðbótar tryggingarbótum), ef önnur frádráttar- aðferð hefði verið notuð. Að H 1982, 1440 verður stuttlega vikið síðar. Til nánari skýringar skulu nefnd dæmi: Fjártjón slasaða metið eft- ir skaðabótareglum nemur 1 millj. kr. Hann er talinn eiga að bera helming tjóns sjálfur vegna eigin sakar. Aðrar greiðslur en bætur eftir skaðabótareglum nema alls 400.000 kr. (dæmi A) eða 600.000 (dæmi B). Eftirfarandi þrjár aðferðir við frádrátt koma til álita:1 Aðferð I: Fjártjón slasaða alls ............... — frádráttur vegna eigin sakar (50%) Dæmi A: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 500.000 kr. Aðrar bætur alls (bætur frá Tryggingast., slysalaun og bætur samnings- eða lög- bundinnar slysatryggingar) . . . . 400.000 kr. Hinn skaðabótaskyldi greiðir . . . . 100.000 kr. Dæmi B: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 500.000 kr. 600.000 kr. 0 kr. 1 Dæmin gerð eftir fyrirmynd úr Betænkning nr. 679/1973, bls. 32, sbr. A. Vinding Kruse, 3. útg., bls. 453. 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.