Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 46
III Löng dómvenja er fyrir því, að slysatryggingarbætur frá Trygginga- stofnun ríkisins séu dregnar frá heildartjóni í samræmi við aðferð II. Þessari aðferð er beitt í dóminum, sem hér er til umræðu.3 Hins vegar hefur verið nokkuð á reiki, hvernig frádrætti er háttað varðandi samnings- eða lögbundið kaup í slysaforföllum (slysalaun). I H 1959, 684, H 1972, 798, 1977, 646, 1983, 1826 og 1984, 917 eru slysalaun dregin frá skaðabótum með sama hætti og tíðkast um slysa- tryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins, þ.e. áður en frádrátt- ur vegna sakarskiptingar kemur til (aðferð II). I H 1957, 577, H 1957, 667, H 1965, 23, H 1965, 296 og H 1969, 728 er aftur á móti beitt aðferð I og slysalaun dregin frá hluta tjónþola af skaðabótum, eftir að tekið hefur verið tillit til sakarskiptingar. Úrslit dómanna að því er varðar þetta atriði réðust ekki af því, hvort tjónþoli beindi skaðabótakröfu sinni að þeim, sem slysalaun greiddi (þ.e. vinnuveitanda sínum) eða þriðja manni. T.d. var aðferð I beitt um bótakröfu á hendur þriðja manni í H 1965, 296 (múraranema í þjónustu múrarameistara eins voru dæmdar bætur vegna vinnuslyss úr hendi trésmíðameistara og tveggja trésmiða), en aðferð II í H 1984, 917 (afgreiðslumanni í skó- verslun voru dæmdar bætur vegna bifreiðarslyss úr hendi eiganda bifreiðar). Af greindum dómum verður ekki séð, hvernig á þessu mis- ræmi stendur, t.d. er ekkert sem bendir til þess, að það verði rakið til mismunandi kröfugerðar. Hins vegar kann að vera, að í einhverjum tilvikum greini menn ekki á milli annars vegar eiginlegs forfalla- kaups (slysalauna), þ.e. kaups, sem launþegi á kröfu á samkvæmt samningi eða lögum, án tillits til skaðabótaréttar utan samninga, og hins vegar greiðslu, sem bótaskyldur aðili (eða ábyrgðartryggjandi hans) hefur innt af hendi upp í væntanlegar skaðabætur vegna slyss, sem bótamál rís af.4 Enginn vafi leikur á um afstöðu dómstóla til þess, hvernig draga skal frá, ef um er að ræða hið síðarnefnda. Hæstiréttur hefur alltaf dregið slíkar fyrirframgreiðslur hins skaðabótaskylda eða ábyrgðartryggingarfélags hans frá nettótjónbótum, þ.e. eftir að bóta- kröfur hafa verið færðar niður vegna sakar slasaða, sjá t.d. H 1953, 217, H 1958, 324, H 1970, 10, H 1976, 863, H 1977, 779 og H 1984, 917. 3 Um þetta eru tugir dóma frá og með H 1955, 437. Ekki verður séð, að Hæstiréttur hafi vikið uema einu sinni frá venjunni, sjá H 1982, 1440. I>ar staðfestir Hæstiréttur héraðs- dóm, sem telja verður rangan, að því er þetta atriði varðar. 4 T.d. cr frádráttarfjárhæð nefnd „bætur, sem stefndi hefur greitt . .. upp í tjón“ í héraðsdómi í H 1957, 577, (585), þótt telja verði nokkuð víst, að um forfallakaup sé að ræða. 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.