Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 53
Hinn 16. apríl var eins og fyrr var getið haldinn almennur félagsfundur um drög að umsögn félagsins um aðskilnaðarmálið. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík. Þá átti Dómarafélag íslands aðild að boði til Lars Nordskov Nielsen, prófessors við Hafnarháskóla, ásamt Lögfræðingafélagi Islands um að flytja fyrirlestur í háskólanum um nýju dönsku stjórnsýslulögin. Fyrirlesturinn var haldinn 17. nóvember 1987. D. UMSAGNIR UM LAGAFRUMVÖRP. Auk frumvarpsins til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði fékk félagið send til umsagnar frá ailsherjarnefndum efri og neðri deilda Alþingis fimm önnnur lagafrumvörp og skulu þau nú talin: a. Um þreytingu á þinglýsingarlögum nr. 39/1978 þ. Um lögbókandagerðir. Bæði þessi frumvörp voru flutt samhliða aðskilnaðarfrumvarpinu og eru í beinum tengslum við það. c. Um breytingu á lögum nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. d. Um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. e. Um breytingu á lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936. Stjórn félagsins gaf umsögn um þessi frumvörp, mæiti með samþykki þeirra, nema þreytingunni á lögum um meðferð opinberra mála, sem kveður á um að sifskapar- og skírlífisbrot skuli hafa sérstakan forgang fram yfir önnur hegningarlagabrot hvað varðar rannsókn og meðferð. Þá sótti formaður félagsins fund allsherjarnefndar efri deildar Alþingis og gerði sérstaklega grein fyrir umsögn félagsins um frumvarp til laga um breytingar á einkamálalögunum. E. ÞING ALÞJÓÐASAMBANDS DÓMARA í BERLÍN 22.-24. ÁGÚST. Formaður og gjaldkeri félagsins sóttu þing Alþjóðasambandsins. Til ferðar- innar fékkst styrkur úr Endurmenntunarsjóði að fjárhæð kr. 46.600, en utan- fararsjóður félagsins lagði til kr. 30.000.—. [ leiðinni fóru formaður og gjald- keri til Karlsruhe til að undirbúa þar dómaraheimsóknina. Þingið sóttu rúmlega 100 dómarar frá 30 aðildarsamtökum, þ. á m. voru dómarar frá öllum Norðurlandafélögunum. Tvö félög fengu aðild að samtök- unum á þinginu, dómarafélag Möltu og dómarafélag Tansaníu. Dómarafélag íslands hafði ekki sent fulltrúa á slðustu tvö þing samtakanna. Var því fagnað einkum af norðurlandaþúum að þingið var nú sótt af hálfu D.í. Auk venju- legra aðalfundarstarfa voru tekin fyrir þrjú umræðuefni, en þinginu var skipt í þrjár nefndir: 1. The appointment and the social ,,status“ of judges. 2. Remedies for wrong. 3. The position of the witness and his protection before, during and after the trial. Áður en þingið hófst höfðu félögunum verið sendir spurningalistar sem svara átti skriflega. D.í. sendi svör við spurningum er vörðuðu fyrsta um- ræðuefni, en tími vannst ekki til að svara öðrum spurningum, enda um að ræða tfmafreka vinnu. íslensku þátttakendurnir einbeittu sér því fyrst og fremst að störfum 1. nefndar, en sátu einnig fundi í 2. nefnd. 183

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.