Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 54
Erfitt er að gera sér grein fyrir gildi þings sem þessa og þeirra umræðna sem þar fara fram. Hvorugur íslensku þátttakendanna hafði áður setið þing samtakanna, og voru þeir því að fá fyrstu nasasjón af starfi þeirra. Margir þátt- takenda höfðu setið 3—5 þing og töldu að færri mættu þau tæpast vera til þess að kynnast samtökunum í raun. Segja má að þessi fyrstu kynni hafi verið jákvæð, og þátttakendur eru þeirrar skoðunar að Dómarafélagi íslands beri að halda áfram aðild sinni að samtökunum, ekki síst vegna þess að í undirbúningi er að stofna innan samtakanna deild dómara í Evrópu, sem ætlað er að ná ráðgjafarstöðu við þau samnings- og löggjafarstörf sem sífellt er unnið að í Evrópu vegna aukins samstarfs rlkja þessa heimshluta. Að visu er þetta mál viðkvæmt innan samtakanna, því að riki í öðrum heimshlutum telja að með því skapist hættta á að þessi deild verði eins konar „ríki í ríkinu“, og muni slikt koma niður á starfi samtakanna í heild. Á milli síðustu tveggja þinga starfaði nefnd að athugun þessa máls og skilaði niðurstöðum á þinginu. Nefndin mælti með því að deildin yrði stofnuð, en ekki er samt ákveðið hvenær af því verður. Þá verður ekki betur séð en að samtökin séu öflug, vel skipulögð og aðild að þeim vfðtæk. Skipulag þingsins sem haldið var í boði þýska dómarafélagsins og aðbún- aður allur var til fyrirmyndar. í stjórn samtakanna voru kjörnir: Dr. Gunther Woratsch, Austurríki, for- maður; Arne Christiansen, Noregi; Mohamed Abdelghaffar, Túnis; Rainer Voss, Vestur-Þýskalandi; Fisher de Sa Nogueira, Portugal; Giovanni E. Longo, Ítalíu. F. NORRÆNT SAMSTARF. Á aðalfundi Alþjóðasambands dómara áttu formaður og gjaldkeri þess kost að ræða við nokkra stjórnarmenn hinna norrænu dómarafélaganna, þ. á m. formann danska dómarafélagsins, Otto Warring. Félagið fékk boð um að senda fulltrúa á aðalfund danska dómarafélagsins sem haldinn var í Vejle 8. okt. s.l. Því miður sáum við okkur ekki fært að þiggja boðiö að þessu sinni vegna kostnaðar. Þá hefur félaginu verið boðið að senda fulltrúa á aðalfund norska dómara- félagsins, sem haldinn verður í Skien í ágúst á næsta ári. Fátt annað er að frétta af norrænu samstarfi á vegum félagsins. Þótt svo sé í þetta sinn, er engum vafa undirorpið að æskilegt er að efla samstarf við hin norrænu dómarafélögin og vera í góðu sambandi við þau, enda eig- um við þar bæði frændum og vinum að fagna. Hver best sé leiðin til þess er erfitt um að segja. Þó má minna á að sumarið 1990 verður norræna lög- fræðingaþingið haldið hér á landi og gefst þá vonandi tækifæri til að efla samstarfið. VII. DÓMHÚS í REYKJAVÍK. Nýverið hefur dómsmálaráðuneytið sótt um lóð fyrir dómhús í Reykjavfk á horni Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Hafist hefur verið handa um könnun á rýmisþörf dómaraembættanna í Reykjavík og sótt um fjárveitingu til framkvæmda. Þetta er mikið fagnaðarefni. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.