Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Qupperneq 60
kaupa tryggingar af þessu tagi. Munu nú a.m.k. flestar stærri lögmanns- skrifstofur vera með slíkar tryggingar. 3. Stofnun ábyrgðarsjóðs svo og hinar frjálsu starfsábyrgðartryggingar eru alfarið tilkomnar vegna áhuga lögmanna sjálfra á þessum málefnum. Hins vegar hefur verið til skoðunar hjá félaginu undanfarið, hvort rétt sé að leggja fram tillögur, sem geri öllum starfandi lögmönnum skylt að hafa starfsábyrgðartryggingu.“ Á undanförnum árum hafa oft komið fram hugmyndir um, hvort ekki væri rétt, að félagið stæði fyrir sérstakri kynningu á lögmannsstörfum. Nefnd, sem skipuð var af þáverandi stjórn fyrir u.þ.b. 10 árum, komst að þeirri niður- stöðu, að slík kynning væri ekki tímabær. Segja má, að sjónarmiðin í þessu sambandi hafi í mörgu breyst hin siðari ár, og eins og kunnugt er, var siða- reglum félagsins breytt á aðalfundi fyrir þremur árum þannig, að eftirleiðis er lögmönnum heimilt í mun ríkari mæli en áður að auglýsa og kynna starf- semi sína. Innan stjórnar hafa þessi mál nokkuð verið rædd að undanförnu og þá aðallega, hvort ástæða væri fyrir félagið sem slíkt að standa fyrir almennri kynningu á lögmannsstörfum, t.d. í formi bæklinga, auglýsinga, sér- stakra kynningarfunda o.s.frv. Var í framhaldi af þessum umræðum ákveðið að fela kjaranefnd félagsins að huga frekar að þessum málum og skila til- lögum til sjórnar um hugsanlega útfærslu kynningarmála. Tillögur kjaranefnd- ar liggja nú fyrir, og er þar gert ráð fyrir kynningu á félaginu og störfum lög- manna með þeim hætti, sem hér hefur verið vikið að, þ.e. með bæklingagerð, auglýsingum o. s. frv. Enn hefur ekki verið tekin afstaða innan stjórnar til þessara tillagna. í skýrslu stjórnar á aðalfundi 1987 var vikið nokkuð að ályktun aðalfundar frá árinu áður, þar sem stjórn félagsins var falið að vinna að þvi: 1. Að heimildir til gjafsóknar og gjafvarnar verði rýmkaðar verulega. 2. Að settar verði reglur um gjafsókn og gjafvörn í málum, sem lögmenn veita aðstoð í utan réttar. 3. Að breytt verði reglum um greiðslu kostnaðar við vörn í opinberum málum í því skyni að bætt verði staða sakborninga, m.a. með því að greiða kostnað við sérfræðiaðstoð, sem verjandi þarf á að halda. Að lokinni gagnaöflun var ályktunin kynnt þáverandi dómsmálaráðherra, en án sérstakra viðbragða af hans hálfu. Lá málið niðri nokkurn tíma, en var kynnt aftur síðla árs 1987 fyrir nýjum dómsmálaráðherra. Viðbrögð ráðherr- ans voru jákvæð og fól hann aðstoðarmanni sínum að huga frekar að mál- inu. Virðist það nú vera komið á nokkurn rekspöl. Standa vissulega vonir til þess, að nú verði ekki látið sitja við orðin tóm, heldur verði verkin látin tala, t.d. með nýrri löggjöf um réttarhjálp. Fastanefndir félagsins, þ.e. kjaranefnd, laganefnd og gjaldskrárnefnd, störf- uðu reglulega eins og áður. Þá kom stjórn námssjóðs nokkrum sinnum sam- an til að sinna umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þar fyrir utan stóð náms- sjóður fyrir þvi ágæta framtaki að gefa út dómasafn um almennt einkamála- réttarfar eftir Markús Sigurbjörnsson. Hefur dómasafnið fengið hinar bestu viðtökur hjá lögfræðingum. 190
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.