Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 12
en almennt gerist í löndum þar sem meginlandsrétturinn er ráðandi, en þar er meiri áhersla er lögð á lagasetningu. Engu að síður geta reglurnar sem farið er eftir verið fullkomlega sambærilegar. Þetta undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að byggja samanburðinn ekki eingöngu á lagatextanum. 5. SKIPTING í RÉTTARKERFI Á meðal fræðimanna eru skiptar skoðanir um það hvaða atriði beri að leggja til grundvallar skiptingu í réttarkerfi. Með nokkrum rétti má segja að réttur hvers einstaks ríkis sé réttarkerfi út af fyrir sig og í einstaka ríkjum, t.d. Bandaríkjunum, séu mörg réttarkerfi. Þetta gefur tæplega fullnægjandi mynd af veruleikanum, enda byggir flokkun í réttarkerfi á því að greina megi viss samkenni á rétti ríkja sem geri kleift að fiokka þau saman. Næsta skref er að gera sér grein fyrir því hvaða atriði það eru sem menn byggja slíka flokkun á. í þessu sambandi verðum við að gera greinarmun á því sem kalla má fasta þætti og breytilega þætti í rétti tiltekins ríkis.12 Ekki má skilja það svo að þessum svokölluðu föstu þáttum verði aldrei breytt hvað sem á gengur, heldur er um að ræða þætti sem gengið er út frá að séu grundvallarþættir. Sem dæmi til skýringar má nefna að samkvæmt íslensku lögræðislögunum nr. 68/1984 er fjárræðisaldur 18 ár. Þetta er breytilegur þáttur vegna þess að fjárræðisaldrinum má breyta í 19 ár eða eitthvað annað án þess að grundvelli réttarins og viðteknum hugmyndum sé raskað. Þetta á raunar við um flest lagaákvæði sem er að finna í útgáfu lagasafnsins frá 1983. Þótt hluta þeirra hafi þegar verið breytt og urmull af reglugerðum um hin aðskiljanlegustu efni verið settar myndu fæstir fallast á að íslenskur réttur hafi breyst í grundvallaratriðum á þessu tímabili. M.ö.o. íslenskur réttur eða réttarkerfið er ekki aðeins heild gildandi réttarreglna á hverjum tíma, heldur eru í honum vissir þættir sem eru varanlegir og þegar allt kemur til alls mynda grundvöll réttarins og gera hann að því sem hann er. Við höfum t.a.m. ákveðinn hugtakaforða sem við notum hvernig sem reglum er breytt. Taka má sem dæmi hugtakið hjúskapur sem enn er notað þótt lagaregl- um um stofnun og slit hjúskapar og samband hjóna hafi verið breytt í ríkum mæli í gegnum tíðina. Sama má segja um skiptingu réttarins í einkarétt og opinberan rétt, viðhorf um rétthæð réttarheimilda, tækni við lögskýringar o.s.frv. Ef lagasetningu yrði að mestu hætt og dómstólum í auknum mæli falið að móta réttarreglurnar má með meiri rétti segja að íslenskur réttur hefði breyst í grundvallaratriðum og föstum þætti verið breytt. M.ö.o. þessir föstu þættir eru þeir sem eru varanlegir og breytast aðeins á lengra tímabili í tímans rás. Sjá David og Brierley, s. 20. 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.