Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 15
Önnur réttarkerfi. (a) Réttur austurlanda fjær. (b) Isiamskur réttur (c) Réttur Hindúa. Lýsing á megineinkennum þessara réttarkerfa byggist óhjákvæmilega á alhæfingum. Pó að þær séu hjálplegar til að skýra mynd okkar af flóknum veruleika geta þær verið villandi um einstök atriði. Með þennan fyrirvara í huga verður reynt að lýsa megineinkennum framangreindra réttarkerfa og með hvaða hætti greint er á milli þeirra. Athyglinni verður einkum beint að vestrænum réttarkerfum. 6. VESTRÆN RÉTTARKERFI 6.1 Megineinkenni vestræns réttar Orðið „vestrænn" í þeirri merkingu sem hér um ræðir fellur ekki að notkun þess í pólitískri umræðu um austur og vestur. Rætur hins „vestræna“ í þessum skilningi eru venjulega raktar til aðgreiningar andlegs og veraldlegs valds í Evrópu á 11. og 12. öld. Þessi skipting hefur allar götur síðan verið lykilatriði til skilnings á sögu Evrópu og síðar Suður- og Norður-Ameríku, og Ástralíu. Til þessarar aðgreiningar liggja einnig rætur vestræns réttar, eins og það hugtak er notað í samanburðarlögfræði. Megineinkenni vestræns réttar í þessari merkingu eru eftirfarandi:19 1. Skýr greinarmunur er gerður á lagalegum stofnunum (löggjafanum, dómstólum og öðrum stofnunum sem skapa rétt eða framfylgja honum) og öðrum stofnunum samfélagsins. Þó að efni einstakra réttarreglna og aðferðir við úrlausn réttarágreinings séu mótaðar að meira eða minna leyti af trúarlegum, pólitískum og siðferðilegum hugmyndum og venjum, er skýr greinarmunur gerður á þeim stofnunum sem framfylgja þeim og öðrum stofnunum eða samtökum eins og trúfélögum og stjórnmálaflokkum o.s.frv. Þetta helst í hendur við hið almenna viðhorf að grundvallarmunur sé á trúar- og siðareglum annars vegar og réttarreglum hins vegar. f samræmi við þetta er stjórn og rekstur þessara stofnana í höndum fólks sem hefur af því atvinnu og er jafnvel sérstaklega til þess menntað. í öðrum ríkjum sem ekki teljast til hins vestræna réttar er þessi greinarmunur ekki eins skýr. Sem dæmi má nefna íran þar sem æðsti valdamaður þjóðarinnar er hvort tveggja í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi án þess að skýrlega verði greint á milli þessara hlutverka hans. 19 Sjá til hliðsjónar Harold Berman í áðurnefndu riti, sbr. neðanmálsgrein 16, s. 22-25. 213

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.