Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 16
2. í öðru lagi má nefna að hinn vestræni réttur byggir á því að þjóðfélaginu sé stýrt með réttarreglum og í samræmi við þær. Hin pólitísku yfirvöld verða eins og aðrir að lúta réttareglunum. Þetta er eitt af skilyrðum þess að ríki geti talist réttarríki eins og vesturlandabúar kjósa að kalla það. Ríkið sjálft er bundið af réttareglunum og þeim verður aðeins breytt eftir tilteknum reglum sem fram koma í þeim sjálfum. Þó að valdhafarnir hafi heimild til að breyta réttareglum eða setja nýjar er það samt rétturinn sem ríkir, í þeim skilningi að allir eru bundnir af gildandi réttareglum. Á sama hátt er samskiptum einstaklinga sem varða mikilvæga hagsmuni þeirra stýrt með hlutlausum réttareglum sem eru þær sömu fyrir alla. Þessar lagareglur mæla fyrir um réttindi og skyldur manna við tilteknar aðstæður og þær aðferðir sem viðhafðar skulu til að setja niður ágreining manna í millum. 3. Þriðja einkenni vestrænna réttarkerfa, sem raunar er nátengt hinum tveimur einkennum sem nefnd hafa verið, er það viðhorf að rétturinn í þjóðfélaginu og lagareglurnar séu sérstakt fyrirbæri, heimur út af fyrir sig, sem lúti að nokkru eigin lögmálum. Einstökum réttarreglum verði t.a.m. ekki breytt nema hugað sé að því að visst samræmi eða samhengi sé við gildandi rétt og fortíðina. Nýjungar eru felldar inn í þann hugtakaforða sem er til staðar, enda nýjungarnar flestar undirbúnar af lögfræðingum sem hlotið hafa sömu eða sambærilega menntun. I samræmi við þetta valda nýjungar frá öðrum sem ekki hafa hlotið sambærilegt uppeldi stundum truflun á viðteknum lögfræðilegum viðhorfum og þær eru gjarnan sagðar vera ólögfræðilegar, enda þótt þær kunni að öðru leyti að vera í samræmi við pólitísk eða siðferðileg viðhorf í þjóðfélag- inu. Rétturinn lýtur þannig að ákveðnu marki eigin lögmálum, lögmálum lögfræðinnar ef svo má segja. 6.2 Staða sósíalísks réttar Hér að framan er sósíalískur réttur flokkaður meðal vestrænna réttarkerfa. Þetta er byggt á því að viðhorf til réttarins í ríkjum sósíalismans séu í öllum aðalatriðum þau sömu og að framan er lýst, þrátt fyrir að þjóðfélagsgerðin þar sé mjög frábrugðin þeim ríkjum sem venjulega eru talin til vestrænna ríkja. Því fer þó fjarri að allir fræðimenn í samanburðarlögfræði séu sammála um að flokka sósíalískan rétt með þessum hætti. Þeir sem eru því andvígir halda því fram að skiiin milli réttarins og pólitískrar hugmyndafræði í ríkjum sósíalismans séu afar óglögg. í því sambandi er einkum vísað til stjórnskipulegrar stöðu kommúnista- flokksins í þessum ríkjum:0 20 Þegar þetta er ritað hefur einokun kommúnistaflokksins verið afnumin í flestum ríkjum Austur- Evrópu, þ.m.t. Sovétríkjunum. Afleiðingar þess í Sovétríkjunum eru þó afaróljósar enn sem komið er. 214

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.