Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 17
7. ONNUR RETTARKERFI
Samkvæmt skiptingunni hér að framan falla eftirtalin réttarkerfi utan vest-
ræns réttar: Réttur austurlanda fjær, islamskur réttur, og réttur Hindúai' Þau
ríki sem tilheyra þessum réttarkerfum eiga það sameiginlegt að réttur þeirra
hefur orðið fyrir ríkum vestrænum áhrifum, einkum á þessari öld, og einkenni
þau sem lýst verður hér á eftir eru á undanhaldi.
Hér er aðeins tóm til að lýsa megineinkennum þessara réttarkerfa mjög
almennum orðum. Ef þau eru öll borin saman við það sem nefnt er vestrænn
réttur hér að framan felst megineinkennið í því að skilin milli réttarreglna í
vestrænum skilningi annars vegar og siðferðis- og trúarreglna hins vegar eru
óljós. Réttur austurlanda fjær er t.a.m. talinn einkennast mjög af því að áhersla
er lögð á að setja deilur manna niður friðsamlega án skírskotunar til lagareglna
og afskipta dómstóla. Megineinkenni islamsks réttar er hins vegar fólgið í því að
rétturinn er talinn bein opinberun á vilja Allah. Skuldbindingargildi hans felst í
því, en er ekki rakið til veraldlegra yfirvalda. Afleiðingar þessa viðhorfs eru
margbreytilegar, m.a. þær að skilin milli réttarreglna og trúarreglna verða mjög
óglögg. Af þessum sökum taka lögin í skilningi Múslíma ekki aðeins til þeirra
sviða mannlífsins sem varða samskipti manna við hið opinbera og samskipti
þeirra innbyrðis, heldur beinlínis til allra þátta mannlegs lífs. I samræmi við
þetta mæla lögin m.a. fyrir um það með hvaða hætti menn skuli rækja trú sína.
Mikilvægasta réttarheimildin í hugum Múslíma er Kóraninn. Réttur Hindúa er
sérstakt réttarkerfi sem þróast hefur meðal þeirra sem aðhyllast Hindúasið. í
Hindúasið er það viðhorf áberandi að menn séu fæddir inn í ákveðna stétt
samfélagsins og að þar beri þeim að halda sig hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Hins vegar hefur breytni þeirra í þessu lífi áhrif á það hvort þeim verður
búin betri vist meðal æðri stéttar í því næsta. Áberandi einkenni á rétti Hindúa
samanborið við önnur réttarkerfi eru margar, mismunandi og flóknar reglur
eftir því hvaða stétt þjóðfélagsins menn tilheyra. Þá stemma reglur þessar stigu
við því að stéttaskiptingin riðlist, m.a. með því að takmarka hjúskap karla og
kvenna sem ekki tilheyra sömu stétt og fleira af því tagi. Slíkar reglur sem byggj a
á hugmyndum Hindúa um stéttaskiptingu hafa þó þokað mjög á síðustu
áratugum vegna vestrænna áhrifa?
8. SKIPTING VESTRÆNS RÉTTAR
Hin hefðbundna skipting vestræns réttar er sem hér segir: Meginlandsréttur,
Common law og sósíalískur réttur. Eins og fyrr er rakið telja sumir að ekki beri
að líta á meginlandsréttinn sem sérstakt réttarkerfi, heldur sé nákvæmara að
21 Sjá stutt yfirlit um þessi réttarkerfi í Zweigert og Kötz 1971, s. 419 og áfram.
22 Zweigert og Kötz 1971, s. 386-388.
215