Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 18
skipta honum í þrennt: Þ.e. franskan rétt, þýskan rétt og skandinavískan rétt. Þessi skipting vestrænna réttarkerfa hefur unnið sér nokkuð fastan sess í samanburðarlögfræði og þykir því óhætt að ganga út frá henni hér. Rétt er að hafa í huga að skiptingin milli sósíalísks réttar annar vegar og meginlandsréttar og Common law hins vegar er reist á öðrum atriðum en skiptingin milli meginlandsréttarins og Common law. Ástæðan fyrir því að iitið er á sósíalískan rétt sem sérstakt réttarkerfi eru þau sérstöku vandamál sem leysa þarf í ríkjum sósíalismans og þá einkum vegna mikilla ríkisafskipta á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er m.ö.o. hugmyndafræði sósíalismans sem gerir sósíalískan rétt frábrugðinn öðrum réttarkerfum. Fræðimenn í samanburðarlögfræði eru almennt sammála um að dregið hafi saman með meginlandsréttinum og Common law á síðustu áratugum og að aðgreining þeirra sé í reynd ekki jafn skýr og jafnan hefur verið haldið fram. Engu að síður er hér nokkur munur á. Þau atriði sem venjulega eru talin grundvalla skiptinguna eru þessi: 1. Sögulegur uppruni Sögulega er nokkuð skýr greinarmunur á meginlandsréttinum og Common law. Meginlandsrétturinn verður annars vegar til úr rómarétti og hins vegar úr þýskum og frönskum venjurétti. Uppruni Common law er aftur á móti venjulega rakinn til yfirráða Vilhjálms sigursæla á Englandi eftir orustuna við Hastings árið 1066. Það er athyglisvert að þrátt fyrir margra alda yfirráð Rómverja á Englandi hafði rómaréttur sáralítil áhrif þar í landi. í sagnfræðiverkum um sögu Englands er yfirleitt lögð mikil áhersla á hlutverk Common law í því að koma á réttareiningu á Englandi. Common law hefðin er talin hafa haft mikla þýðingu við myndun Englands sem sérstaks þjóðríkis. Dómarar og málflutningsmenn gegndu lykilhlutverki við mótun réttarins, einkum við hina æðri dómstóla sem náðu til landsins alls. Dómstólunum tókst með tímanum að ávinna sér traust fólksins, þó að þeir væru í raun hluti af miðstjórn ríkisins. Er talið að kviðdómurinn hafi ekki síst átt þátt í því. Um leið og reglan um bindandi gildi fordæma-3 tryggði ákveðinn stöðugleika og stuðlaði að því að dómstólarnir héldu sínu striki gegnum öldurót byltinga og mikilla sviptinga í stjórnmálalífi landsins, einkum á 17., 18. og 19. öld, reyndust þeir vera nægilega sveigjanlegir og opnir fyrir nýjum stefnum og straumum í þjóðfélaginu til að standast öll áhlaup. Dómstólarnir stuðluðu þannig að því að koma á réttareiningu á Englandi og reyndust því vera sú kjölfesta sem nauðsynleg var. 23 „The doctrine of stare decisis". P.e. að dómarar væru bundnir af eigin fordæmum og fordæmum æðri réttar. 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.