Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 22
8. BRÝTURFRAMANGREIND TÚLKUN HÆSTARÉTTAR í BÁGA VIÐ 2. ML. 1. TL. 36. GR. EML.? 9. ÁHRIF HRD. 9. JANÚAR 1990 Á TÚLKUN 36. GR. EML. 10. SÉRSTÆÐUR DÓMUR 1. INNGANGUR Hinn 9. janúar 1990 gekk dómur í Hæstarétti þar sem dómur sakadóms var úr gildi felldur og öll meðferð málsins fyrir sakadómi, vegna þess að dómarafulltrúi sá, sem málið hafði dæmt í héraði, var talinn vanhæfur. Starfssvið fulltrúans var m.a. fólgið í því að aðstoða lögreglu við rannsóknir í brotamálum og dæma sakamál. Dómarafulltrúinn hafði haft þau afskipti af rannsókn málsins að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara. Dæmdi hann síðan málið í sakadómi. í forsendum dóms Hæstaréttar kemur m.a. fram að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómsstörfum þegar sami maður vinni bæði að þeim og lögreglustjórn. A grundvelli 2. mgr. 15. gr. oml. sbr. 7. tl. 36. gr. eml. þóttu því sýslumaðurinn í Arnessýslu og fulltrúi hans hafa verið vanhæfir til að fara með málið og dæma. Varð dómur þessi til þess að sett voru bráðabirgðarlög nr. 1/1990, þar sem stofnaðar voru 5 nýjar dómarastöður til þess að tryggja að hæfum dómurum væri til að dreifa í öllum umdæmum landsins í opinberum málum. Dómur þessi er fyrir ýmsar sakir athylisverður og vekur margar spurningar. í þessari stuttu grein verður hins vegar nær eingöngu fjallað um dóminn út frá sjónarhorni fræðikenninga um sérstakt hæfi dómara. Verður reynt í stuttu máli að varpa ljósi á lagarök fyrir hinum sérstöku hæfisreglum og nokkur sjónarmið sem koma til greina við lögskýringu hinnar matskenndu hæfisreglu 7. tl. 36. gr. eml. sem dómurinn er byggður á. Þá verður litið á þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar við skýringu hinna sérstöku hæfisreglna fyrir 9. janúar 1990 þar sem sami embættismaður fór með dómsvald og lögreglustjórn í héraði. Að því búnu verður vikið að hinni nýju túlkun á hæfisreglunum í HRD 9. janúar 1990 og rökum fyrir henni. Að endingu verður athugað hvaða áhrif framangreindur dómur kann að hafa á skýringu hinna sérstöku hæfisreglna dómara í framtíðinni. 2. SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA í sem stystu máli má segja að hæfisreglur réttarfarsins kveði á um hin lagalegu skilyrði sem maður þarf að uppfylla til þess að mega gegna starfi dómara og fara með dómsvald. Meginmarkmið reglnanna er að stuðla að því að dómarar séu þeim persónulegu kostum búnir og hafi ekki þau tengsl við mál sem þeir fá til meðferðar, að þeir geti leyst úr þeim á málefnalegan hátt. Hæfisreglum réttarfarsins er skipt í tvo höfuðflokka, almennar hæfisreglur og sérstakar. 220

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.