Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 23
Almennum hæfisskilyrðum, sem fram koma í 32. gr. og 1. mgr. 35. gr. eml., verður dómari ávallt að fullnægja til þess að geta fengið dómaraembætti og haldið því. Sérstakar hæfisreglur, sem fram koma í 36. og 37. gr. eml., koma hins vegar eingöngu til skoðunar í sambandi við einstök mál sem dómari hefur til meðferðar. Á grundvelli þeirra er það ákvarðað hvort dómari sé í slíkum tengslum við málið eða aðila þess, að það sé til þess fallið að draga úr trú á óhlutdrægni hans í dómstörfunum. Þegar um slík tengsl er að ræða, ber dómara að víkja sæti sbr. 1. mgr. 37. gr. eml. Lagatæknilega má skipta hinum sérstöku hæfisreglum í 36. gr. eml. í tvo flokka. Pessi flokkun hefur ekki aðeins fræðilega þýðingu heldur einnig raunhæfa, því að sömu sjónarmið eru ekki lögð til grundvallar við beitingu reglna í þessum flokkum. Annars vegar er um að ræða hlutlœgar' vanhœfisreglur. Þar eru nákvæmlega tíundaðar þær ástæður sem valda vanhæfi dómara. Við beitingu slíkra reglna er eingöngu staðreynt hvort tengsl dómara við málið eða aðila þess eru með þeim hætti sem lýst er í hinum hlutlægu hæfisreglum, hvernig svo sem afstöðu hans til málsins eða aðila þess er í raun háttað. Til þessa flokks teljast að mestu leyti 1.-6. tl. 36. gr. eml. Hins vegar er um að ræða reglur sem nefna niá matskenndar vanhœfisreglur. Besta dæmið um slíka reglu er í 7. tl. 36. eml. þar sem segir að dómara beri að víkja sæti ef „annars er hætta á því, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu." Þar sem tæknilega er ómögulegt (og heldur ekki æskilegt) að tilgreina tæmandi allar vanhæfisástæður, er nauðsyn á matskenndri hæfisreglu. Reglan er hins vegar mun vandmeðfarnarr þar sem hún byggist nær algjörlega á mati. Matskennda hæfisreglan í 7. tl. 36. gr. eml. er vísiregla.3 Einkennandi fyrir slíkar reglur er m.a. að ríkjandi hugmyndir hvers tíma virðast hafa mikil áhrif á túlkun þeirra. Hugmyndir um það hversu miklar kröfur beri að gera til réttaröryggis hjá dómstólunum hafa m.a. mikil áhrif á túlkun hinnar mats- kenndu hæfisreglu. Þar sem slíkar hugmyndir og skoðanir geta breyst frá einum tíma til annars, getur túlkun vísireglnanna tekið breytingum og það hefur einmitt átt sér stað með matskenndu hæfisregluna í 7. tl. 36. gr. eml. Þetta sést vel ef bornir eru saman dómar frá fjórða og fimmta áratugnum við dóma sem ' Sjá hér t.d. Björn P. Guðmundsson: Hugleiðingar um ráðherravanhæfi, 292. 2 Til marks um það að þetta er vandmeðfarnasta hæfisreglan má benda á að á árunum 1977-1986 viku héraðsdómarar samkvæmt kröfu aðila í 17 tilvikum. Af þeim tilvikum var vikið skv. 7. tl. ýmist einum eða ásamt öðrum töluliðum í 16 málum eða 94,2% tilvika. Það er því ljóst að vikning dómara á grundvelli lokamálsliðs 7. tl. var sú grein sem oftast var deilt um. Páil Hreinsson: Setudómarar, 46. 3 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, 354-356. 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.