Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 26
4.1.2 Einstaklegir hagsmunir Ekki valda allir hagsmunir vanhæfi. Hugsanlegt er að allir íslendingar hafi meiri eða minni hagsmuni af tilteknu úrlausnarefni sem fyrir dómstóla kemur, t.d. þar sem deilt væri um lögmæti nefskatts. Svo hagsmunir valdi vanhæfi verða þeir að varða hagsmuni dómarans eða náinna venslamanna hans einstaklega umfram aðra þjóðfélagsþegna, s.s. þegar niðurstaða máls getur leitt til sérstaks hagnaðar, taps" eða óþæginda fyrir dómarann umfram aðra. Dómarinn getur einnig tilheyrt þröngum hópi manna, verið meðlimur félags eða í fyrirsvari fyrir félag sem hefur slíka stöðu.12 4.1.3 Mikilvægi hagsmunanna Enda þótt dómari hafi einstaklegra hagsmuna að gæta við úrlausn máls er ekki þar með sjálfgefið að hann verði vanhæfur, því að hagsmunirnir verða að vera þess eðlis að þeir geti haft áhrif á óhlutdrægni dómarans. Þannig hafa margir talið að dómari, sem á mjög lítinn hlut í hlutafélagi, verði af þeim sökum ekki vanhæfur til þess að dæma í málum sem hlutafélagið er aðili að.13 Mikilvægi hagsmunanna verður því að vera slíkt að þeir geti haft áhrif á dómarann. Hins vegar verður ekki talið að til þess verði hagsmunirnir að vera verulegir.14 4.1.4 Tengsl dómarans við hagsmunina Þá er einnig ljóst að dómarinn verður að vera í það nánum tengslum við fyrrgreinda hagsmuni að þeir geti haft áhrif. Ef t.d. maki dómara hefði einstaklegra og verulegra hagsmuna að gæta við úrlausn máls, yrði það jafnan talin vanhæfisástæða. Ef hins vegar frændi dómara að fjórða lið, sem dómari þekkti ekki neitt, hefði slíkra hagsmuna að gæta, teldist það ekki vanhæfis- ástæða. Sú viðmiðunarregla hefur verið sett fram að því sterkari eða nánari sem tengslin væru við mál eða aðila þess þeim mun því vægari kröfur yrðu gerðar til mikilvægi þess.15 11 Sjá t.d. HRD 1937 321. 12 HRD 1954 705. Deilt var um það hvort ríkisskattanefnd hefði verið heimilt að fella niður tiltekna frádráttarliði, þegar sérstaklega stóð á hjá gjaldanda. Með því að fógeti hafði sams konar aðstöðu og gerðarþoli máls, var hann vanhæfur. HRD 1970 320. Meðdómsmaður var í varastjórn hlutafélags sem var eigandi að hálfu að sameignarfélagi því sem var aðili máls. Taldist hann því vanhæfur. Sjá hér einnig HRD 1954 705; HRD 1954 708; HRD 1967 810 og HRD 1971 808. 13 Hér er þó ætíð um erfitt úrlausnarefni að ræða og alls ekki sjálfgefið að komist verði að framangreindri niðurstöðu íöllum tilvikum. Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, 62 og Gomard, B.: Civilprocessen, 579. l’að sama hefur verið talið um félagsmenn í stórum samvinnufélögum sbr. HRD 1942 37. Hafi dómari hins vegar verið virkur í félaginu veldur það vanhæfi hans, sjá hér til hliðsjónar HRD 1970 320. 14 Svo stjórnsýsluhafar teljist vanhæfir samkvæmt hinni almennu óskráður réttarreglu um sérstakt hæfi, hafa margir talið að hagsmunirnir yrðu að vera verulegir, sjá t.d. Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, 197 og Elsa S. Þorkelsdóttir: Sérstakt hæfi stjórnvalds, 273. 15 Rönsholdt, S.: Om dommeres specielle habilitet, 284. 224
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.