Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 29
þess getur hinn venslaði þurft að sitja undir því alla ævi að hann hafi fengið hagstæðari úrlausn en efni stóðu til, t.d. að hann hafi verið sýknaður ranglega í refsimáli. Venslamaður dómara á rétt á hæfum dómara, ekki síður en aðrir. 4.5 Samanburðarskýring við Mannréttindasáttmálann Enda þótt þjóðréttarreglur séu ekki bindandi að landsrétti, fyrr en lögleiðing þeirra hefur átt sér stað,27 er það almenn grundvallarregla sem byggist á réttarvenju28 að ríki leitast jafnan við að túlka löggjöf sína í samrœmi við þjóðarétt en ekki í andstöðu við hann.N Hinn 29. júní 1953 gerðist ísland aðili að þjóðarétti að Mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt framangreindu lögskýringarsjónarmiði ber því að taka mið af sáttmálanum og túlkun hans30 við skýringu á viðeigandi íslenskum réttarregl- um. í 6. gr. sáttmálans eru gerðar tilteknar kröfur til dómstóla aðildarríkjanna, en þar stendur: „Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar fannsóknar innan hæfilegs tíma fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmæltum dómstóli ...“ Ljóst er að þegar íslendingar fullgiltu sáttmálann, taldi ríkisstjórnin að íslenskar réttarreglur væru í samræmi við hann.31 Síðustu ár hafa hins vegar nokkrir dómar32 gengið hjá Mannréttindadómstólnum þar sem efnisákvæði 6. gr., s.s. um óhlutdrægni, hafa verið skýrð, og komið í ljós að sú skoðun var ekki á rökum reist. Sjá hér t.d. eftirfarandi dóma: Dómur nr. 53/1982, uppkveðinn 1. október 1982 (Piersack-málið) Forseti sakadóms hafði áður verið saksóknari. Hafði mál, sem sakadómur dæmdi undir forsæti hans, verið til meðferðar hjá embætti saksóknara, þegar hann var saksóknari. Hafði hann verið yfirmaður þeirra manna sem höfðu haft málið til meðferðar hjá saksóknaraembættinu og því haft vald til að taka til endurskoðunar þá greinargerð, sem leggja skyldi fyrir dómstóla, til að ræða við 27 Sjá þó gagnstæða niðurstöðu varðandi ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga hjá Ragnari Aðalsteinssyni: Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur, 3-27. 28 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 17. 29 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 106; Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 16-17; Stefán M. Stefánsson: Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga, 12-15 og Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, 268. 30 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, 24. 31 Alþt. 1951-D, 239-240. 32 Sjá hér umfjöllun um dómana Gaukur Jörundsson: Um rétt manna samkvæmt 6. gr., 165-184. 227

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.